Reglur, stefnur og skilmálar

Íslensk verðbréf hf. hafa sett sér ýmsar reglur og ferla til að tryggja eftirfylgni við þau lög og reglur sem um starfsemi félagsins gilda.  Reglur félagsins mæla fyrir um almennar skyldur starfsmanna með það að markmiði að stuðla að heiðarleika, réttsýni og sanngirni í viðskiptum og að efla traust viðskiptavina og almennings á Íslenskum verðbréfum hf.

Eftirlit með því að reglum félagsins sé fylgt er í höndum regluvarðar.  Regluvörður er Harpa Samúelsdóttir, regluvarsla@iv.is

Reglur ÍV um fjármuni ófjárráða barna

Stefna ÍV um samfélagslega ábyrgð

Persónuverndarstefna ÍV

Vefkökustefna ÍV

Áhætta fjármálagerninga

Starfsreglur stjórnar

Stjórnarháttayfirlýsing

Íslensk verðbréf hf. leggja höfðuáherslu á heiðarleika og óhæði í starfsemi sinni.  Félagið er sérhæft eignastýringarfyrirtæki og stundar ekki eigin viðskipti eða lánastarfsemi.

Reglur um hæfi lykilstarfsmanna

Reglur þessar eru settar á grundvelli laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 (ffl.), og leiðbeinandi tilmæla Fjármálaeftirlitsins nr. 3/2010, og fjalla um hæfi lykilstarfsmanna Íslenskra verðbréfa hf.  

 

Aðrar reglur

Hagsmunaárekstrar

Íslensk verðbréf hf. eru fjármálafyrirtæki með starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki.  Aðal starfsvið félagsins er að veita viðskiptavinum sínum þjónustu á sviði eignastýringar og verðbréfamiðlunar.

Hugsanlegt er að í starfsemi félagsins geti komið upp aðstæður sem leitt geta til hagsmunaárekstra og ber félaginu að gera allar tiltækar ráðstafanir til að bera kennsl á hagsmunaárekstra í starfsemi sinni og bregðast við þeim.

Í því skyni hefur félagið sett sér sérstaka stefnu um ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum. Einnig hefur félagið sett sér ýmsar verklagsreglur sem ætlað er að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra.

Framkvæmd viðskiptafyrirmæla

Íslensk verðbréf hf. hafa sett sér verklagsreglur um framkvæmd viðskiptafyrirmæla.  Markmið reglnanna er að tryggja að við verðbréfaviðskipti sé viðskiptavinum félagsins tryggð besta möguleg niðurstaða með tilliti til verðs, kostnaðar, hraða, líkinda til þess að af viðskiptunum verði, umfangs, eðlis og annarra þátta sem máli skipta.

Meðferð kvartana og réttarúrræði viðskiptavina

Starfsfólk Íslenskra verðbréfa hf. leggur metnað sinn í að veita viðskiptavinum sem besta þjónustu þannig að ekki komi til kvartana og/eða ágreiningsmála.

Félagið hefur sett sér verklagsreglur um meðferð kvartana sem ætlað er að tryggja að brugðist verði við kvörtunum með skjótum og faglegum hætti og að mistök endurtaki sig ekki.

Kvartanir og ábendingar skulu sendar í tölvupósti á netfangið regluvarsla@iv.is eða bréflega á eftirfarandi póstfang:

Íslensk verðbréf hf.
Hvannavellir 14
600 Akureyri
B.t. regluvarðar

Viðskiptavinir geta einnig borið ágreiningsefni undir Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki sem vistuð er hjá Fjármálaeftirlitinu eða undir dómstóla.  Varnarþing félagsins er á Akureyri. (Nánari upplýsingar um úrskurðarnefndina má finna heimasíðu FME).

MiFID

Þann 1. nóvember 2007 tóku gildi lög, nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti. Löggjöfin er samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins um markaði fyrir fjármálagerninga (e. Markets in Financial Instruments Directive, MiFID).

Með lögum þessum breyttust ýmsar mikilvægar reglur varðandi það hvernig staðið skuli að verðbréfaviðskiptum. Samkvæmt lögunum þurfa viðskiptavinir Íslenskra verðbréfa að fylla út svokallað MiFID eyðublað (pdf)

MiFID-tilskipunin nær til allra ríkja á EES-svæðinu og með henni breytast ýmsar mikilvægar reglur sem lúta að því hvernig staðið skuli að verðbréfaviðskiptum.

Markmið laganna er að koma á raunverulegum innri markaði með verðbréfaviðskipti, auka neytendavernd fjárfesta og auka gegnsæi.

Hvaða þýðingu hefur MiFID fyrir Íslensk verðbréf og viðskiptavini okkar?

Íslenskum verðbréfum hf. ber, samkvæmt MiFID, að flokka sína viðskiptavini eftir þekkingu og reynslu og fer neytendavernd eftir því í hvaða flokk viðskiptavinurinn er flokkaður.

Þessir flokkar eru: almennur fjárfestir, fagfjárfestir og viðurkenndur gagnaðili. Til að hægt sé að veita almennum fjárfesti ráðgjöf þarf viðskiptavinur að veita ÍV upplýsingar um fjárhagslegan styrk og reynslu eða þekkingu sína af fjármálamarkaði.

Hér að neðan er að finna upplýsingar um MiFID og MiFID eyðublað.

Óskir þú eftir nánari upplýsingum skaltu hafa samband við okkur í síma 460 4700.  Einnig er hægt að senda fyrirspurn.