Stéttarfélög

Eignastýring felur í sér að viðskiptavinur eftirlætur Íslenskum verðbréfum að fjárfesta eignasafni viðkomandi innan fyrirfram samþykktrar fjárfestingarstefnu beggja aðila.

Hlutverk Íslenskra verðbréfa er að vakta eignasafn viðskiptavinar og bregðast við breyttum aðstæðum á markaði með það að markmiði að hámarka ávöxtun eignasafnsins.

Mismunandi eignasöfn í boði

Eignastýring Íslenskra verðbréfa býður upp á nokkur eignasöfn með mismunandi fjárfestingarstefnum, sem henta stéttarfélögum vel.

Til viðbótar býðst stéttarfélögum sérsniðnar fjárfestingastefnur í samræmi við þarfir hvers og eins.

Þjónusta við viðskiptavini eignastýringar

Viðskiptavinir ÍV Eignastýringar njóta margvíslegra kjara  umfram almenna viðskiptavini. Þar má nefna:

  • Ráðgjöf um eignasamsetningu
  • Stýring sérfræðinga á verðbréfaeign
  • Lægri viðskiptakostnaður við kaup og sölu á sjóðum
  • Samráðsfundir þegar óskað er
  • Aðgangur að sérfræðingum eignastýringar ÍV
  • Yfirlit yfir ávöxtun safnsins og stöðu þess tvisvar á ári eða oftar ef óskað er
  • Jafnframt stendur viðskiptavinum til boða að stofna vefaðgang að eignasafni sínu hjá Íslenskum verðbréfum.  Með vefaðgangi gefst viðskiptavini kostur á að skoða eignasafnið hvenær sem er, eignastöðu og hreyfingar auk ávöxtunartalna.  Hægt er að sækja um vefaðganginn hér.

Nánari upplýsingar

Starfsmenn Íslenskra verðbréfa veita fúslega nánari upplýsingar í síma 460-4700460-4700 eða með tölvupósti.