Breytingar á eignarhaldi Íslenskra verðbréfa

Íslensk eignastýring ehf. (félag í meirihlutaeigu Straums fjárfestingabanka hf.) hefur nýtt forkaupsrétt að 8,8 % hlut Hildu ehf. og 27,51 % hlut Íslandsbanka hf. í Íslenskum verðbréfum hf. Eftir viðskiptin er eignarhlutur Íslenskrar eignastýringar ehf. í Íslenskum verðbréfum hf. 58,14 %. Í aðdraganda kaupanna sótti Straumur fjárfestingabanki, ásamt Íslenskri eignastýringu, um heimild Fjármálaeftirlitsins til þess að fara með yfir 50% virkan eignarhlut í Íslenskum verðbréfum sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 og hefur Fjármálaeftirlitið samþykkt þá umsókn.