Breytingar á starfsemi og regluverki ÍV Eignasafna

Sjá ítarlega umfjöllun um breytingar HÉR

VERÐBRÉFAMARKAÐIR ÞRÓAST OG SJÓÐIR MEÐ.

Við erum að gera umtalsverðar breytingar á starfsemi verðbréfa- og fjárfestingarsjóða í rekstri ÍV sjóða hf. Breytingarnar eru tilkomnar af margvíslegum ástæðum og snúa að allnokkrum þáttum í starfsemi sjóðanna. Breytingar eru misjafnar og misumfangsmiklar milli sjóða. Einhverjar viljum við sjálf gera til að skýra betur heimildir, skipulag og uppsetningu sjóða þannig að starfsemi þeirra henti breytilegum markaðsaðstæðum og einhverjar þarf að gera til að bregðast við lagabreytingum sem orðið hafa í starfsumhverfi sjóða. Talsvert er lagt upp úr því að samræma regluverk mismunandi sjóða og rækt er lögð við minniháttar tilfæringar á efni og innihaldi. Eftir atvikum gerum við breytingar á fyrirkomulagi kostnaðar, svo sem þóknana og rekstrarkostnaðar og eftir atvikum gerum við breytingar á fjárfestingarstefnum, uppgjörstíma o.s.frv. Einhverjir sjóðir fá nýtt nafn.

Tilkoma nýrra laga nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, með tilheyrandi breytingum á lögum nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, hefur í einhverjum tilfellum áhrif á skipulag og heimildir sjóða sem undir þau falla, með tilheyrandi þörf á breytingum á regluverki hvers einstaks sjóðs.