Breytingar á uppgjörstíma sjóða í rekstri RVÍV

Rekstrarfélag Íslenskra verðbréfa (RVÍV) bendir á að á næstunni taka gildi breytingar á uppgjörstíma nokkurra sjóða í rekstri félagsins. Breytingarnar taka gildi mánudaginn 6. október 2014.

Þeir sjóðir sem um ræðir höfðu áður annars vegar haft uppgjör daginn eftir viðskipti (T+1) og hins vegar þriðja dag eftir viðskipti (T+3). Í breytingunni felst að uppgjörstími er samræmdur og miðast við annan dag eftir viðskipti (T+2). Þeir sjóðir sem um ræður eru eftirfarandi:

  • Sparisafn ÍV (úr T+1 í T+2)
  • Skuldabréfasafn ÍV (úr T+1 í T+2)
  • Áskriftarsjóður ríkisverðbréfa (úr T+1 í T+2)
  • Ríkisskuldabréfasjóður ÍV (úr T+1 í T+2)
  • Hlutabréfasafn ÍV (úr T+3 í T+2)

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 460 4700 eða í netfanginu rviv@rviv.is.