Íslensk verðbréf veita ráðgjöf við kaup á Nova

Mynd: Viðskiptablaðið/Haraldur Guðjónsson
Mynd: Viðskiptablaðið/Haraldur Guðjónsson

Bandaríska eignastýringarfyrirtækið Pt Capital Advisors náði á dögunum samningum við Novator um kaup á öllu hlutafé í fjarskiptafyrirtækinu Nova. Hugh S. Short, stofnandi og forstjóri Pt Capital, móðurfyrirtækis Pt Capital Advisors, segir Ísland eftirsóknarverðan markað fyrir erlenda fjárfesta um þessar mundir þrátt fyrir hátt gengi krónunnar og gjaldeyrishöft.

Gísli Valur Guðjónsson, forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá Íslenskum verðbréfum: “Íslenskir fjárfestar hafa tekið Pt Capital vel og hafa sömuleiðis sýnt Nova mikinn áhuga enda gríðarlega öflugt félag sem hefur vaxið mikið undanfarin ár. Áætlað er að ljúka fjármögnun kaupanna á næstunni en endanlegur hluthafahópur Nova mun samanstanda af íslenskum fagfjárfestum auk Pt Capital og stjórnendum Nova. Starfsfólk Íslenskra verðbréfa veitir ráðgjöf varðandi kaupin á Nova og standa nú yfir kynningar fyrir fjárfestum.”

Viðtalið við Hugh má lesa á vef Viðskiptablaðsins.