Viðskipti með hlutabréf í ÍV

Íslandsbanki hf. samþykkti þann 27. október sl. kauptilboð í 27,51% hlut sinn í Íslenskum verðbréfum hf. Kaupendur eru, Lífeyrissjóður Verslunarmanna, að 9,9% hluta, MP banki, að 9,9% hluta, og KG6 ehf., félag í óbeinni eigu Garðars K. Vilhjálmssonar, að 7,53% hluta.

Þann 25. september sl. tilkynnti jafnframt Hilda ehf., sem er 100% í eigu Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf. (ESÍ), að félagið hefði með samkomulagi við ESÍ framselt eignarhlut sinn í Íslenskum verðbréfum hf. yfir til móðurfélagsins. Um er að ræða 8,80% eignarhlut í félaginu.

Framangreind viðskipti eru nú í venjubundnu forkaupsréttarferli í samræmi við samþykktir félagsins.

Þá var þann 5. nóvember sl. tilkynnt um kaup Straums fjárfestingarbanka hf. á öllu hlutafé í Gunner ehf., félagi í eigu Ásgeirs Más Ásgeirssonar og  Sævars Helgasonar. Það félag á 64,3 % hlut í Íslenskri eignastýringu ehf., sem fer með 21,83% hlut í Íslenskum verðbréfum hf.