Gamlárshlaup Íslenskra verðbréfa og UFA

Þann 31. desember fer fram Gamlárshlaup Íslenskra verðbréfa og UFA. Hlaupið hefur verið haldið allt frá fyrstu starfsárum UFA og er orðið fastur liður í hátíðahaldi norðlenskra hlaupara um hver áramót.

Hlaupið hefst klukkan 11 við líkamsræktarstöðina Bjarg. Tvær vegalengdir eru í boði 5 km. og 10 km. og eru hlauparar hvattir til að koma í búning, en best klædda liðið fær verðlaun.

Að hlaupi loknu verður boðið uppá súpu og brauð.

Nánari upplýsingar hér.