Hugmyndasamkeppni um nýtingu lághitavatns

EIMUR, í samstarfi við Íslensk verðbréf og Vaðlaheiðargöng hf, efnir til hugmyndasamkeppni um nýtingu lághitavatns á Norðurlandi eystra með áherslu á nýtingu heita vatnsins í Vaðlaheiðargöngum. Engar skorður eru settar varðandi það hverskonar nýting er lögð til. Ætlunin er að fá fram fjölbreyttar hugmyndir um hvernig nýta má lághitavatn. 

Heildarupphæð verðlauna eru kr. 2.000.000. Þar af nema fyrstu verðlaun ekki lægri upphæð en kr. 1.500.000.

Íslensk verðbréf munu bjóða sigurvegaranum aðstoð við:

  • Tillögur um hugsanlegar leiðir til fjármögnunar
  • Að meta/gera rekstraráætlun ásamt því að meta áætlaða fjárfestingarþörf
  • Gerð tilboða, endanlegra samninga og annarra löggerninga

Allar nánari upplýsingar um samkeppnina má finna hér.