Íslensk verðbréf aðalstyrktaraðili kvennaliðs Þórs/KA

Íslensk verðbréf og kvennalið Þórs/KA gengu frá samstarfsamningi þess efnis að Íslensk verðbréf verða áfram aðalstyrktaraðili liðsins. Meginmarkmið samningsins er að styðja dyggilega við það öfluga starf sem Þór/KA stendur fyrir í  kvennaknattspyrnu á Akureyri.

Samningurinn var undirritaður á Glerártorgi þar sem búningar liðsins voru sýndir. Íslensk verðbréf hafa verið aðalstyrktaraðili liðsins undanfarin ár og hefur merki félagsins prýtt búninga liðsins. Samningurinn er báðum aðilum mikilvægur, hann léttir undir rekstur liðsins og Íslensk verðbréf leggja mikla áherslu að styrkja íþróttastarf á Akureyri.

„Við hjá Íslenskum verðbréfum höfum um árabil átt gott samstarf við kvennalið Þórs/KA og erum afar stolt af því að halda áfram að vera aðalstyrktaraðili liðsins. Það er mikilvægt að stúlkur hafi fyrirmyndir í knattspyrnu og því er það okkur sönn ánægja að geta haldið áfram að byggja undir það góða starf sem fram fer hjá Þór/KA“ segir Sigþór Jónsson framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa.