Íslensk verðbréf hafa samið við KA

Heimir Örn og Sigþór undirrituðu samninginn
Heimir Örn og Sigþór undirrituðu samninginn

Íslensk verðbréf hafa samið við KA um að gerast styrktaraðili yngriflokkaráðs handknattleiksdeildar félagsins.

Handknattleiksdeild KA leggur mikinn metnað í starf sitt hjá yngri flokkum félagsins og stuðlar þannig að uppbyggingu íþróttarinnar.

„Við hjá Íslenskum verðbréfum höfum lagt áherslu á að styrkja íþróttastarf á Akureyri og er það okkur sönn ánægja að bæta yngri flokkum handknattleiksdeildar KA við það starf sem við erum þegar að styrkja,“ segir Sigþór Jónsson framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa. 

„Yngriflokkaráð handknattleiksdeildar KA er mjög ánægt með að fá Íslensk verðbréf sem styrktaraðila og mun það hjálpa til við að efla enn meira það starf sem nú þegar fer fram hjá félaginu“ segir Heimir Örn Árnason formaður yngriflokkaráð handknattleiksdeildar KA.