Íslensk verðbréf hf. hafa fengið leyfi til þess að starfa sem viðurkenndur ráðgjafi á Nasdaq First North Iceland

Íslensk verðbréf hf. hafa fengið leyfi til þess að starfa sem viðurkenndur ráðgjafi (e. Certified Adviser) á Nasdaq First North Iceland.

First North er norrænn hliðarmarkaður fyrir verðbréfaviðskipti, markaðurinn er sérsniðinn fyrir félög sem vilja vera á markaði en eiga ef til vill ekki kost á því að vera á aðalmarkaði Nasdaq Iceland.

Öll félög sem hyggjast skrá verðbréf, hlutabréf eða skuldabréf, á First North verða að hafa samning við viðurkenndan ráðgjafa (e. Certified Adviser). Hlutverk viðurkenndra ráðgjafa er að tryggja að félög uppfylli skráningarskilyrði og þær skyldur sem fylgja því að hafa skráð verðbréf á First North, jafnframt sinnir ráðgjafinn eftirlitshlutverki fyrir hönd kauphallar og ber að upplýsa Kauphöllina ef hann telur reglur hafa verið brotnar.

Nánari upplýsingar veita:

Brynjar Þ. Hreinsson
Gísli Valur Guðjónsson
Vilhjálmur Bergs