Lausafjárstýring

Fyrirtæki, samtök, sjóðir og einstaklingar þurfa að ávaxta laust fé á sem öruggastan hátt og ráðstafa því með skömmum fyrirvara. Lausafjárstýring hentar aðilum með slíkar þarfir. Fjárfestingakostir hafa misjafna eiginleika og skilvirk samsetning eignasafns er lykilatriði í áhættu- og fjárstýringu.

ÍV Eignastýring býður upp á sérgreinda og virka stýringu lausafjár viðskiptavina sinna. Eðli og umfang stýringar og upplýsingagjöf er sérsniðin að þörfum hvers og eins viðskiptavinar.

ÍV Skammtímasjóður er hentug leið til lausafjárstýringar þar sem eign í sjóðnum er ávallt laus næsta virka dag án kostnaðar. Sjóðurinn, sem er fjárfestingarsjóður, fjárfestir að meirihluta í innlánum fjármálastofnana og í krafti stærðar hans eiga viðskiptavinir möguleika á að ná betri ávöxtun á innlánamarkaði.

ÍV Sérgreind lausafjárstýring

ÍV Skammtímasjóður

Tengiliðir:
Sveinn Torfi Pálsson, aðstoðarframkvæmdastjóri 
sveinn@iv.is | 460-4702

Tengiliðir:
Hjörvar Maronsson, verðbréfamiðlari
hjorvar@iv.is | 460-4719

Kostir 

  • Beint aðgengi að sérfræðingum eignastýringar
  • Aðstoð við mótun fjárfestingarstefnu út frá eðli og þörfum rekstrar
  • Reglulegir stöðufundir
  • Greining á fjárfestingakostum
  • Greinargóð yfirlit yfir eignir og ávöxtun

Fjárfestingaheimildir

  • Ríkistryggð bréf
  • Innlána-/skammtímasjóðir
  • Innlánssamningar
  • Bankavíxlar

Kostir

  • Hærri innlánsvextir í krafti stærðar sjóðsins
  • Inneign laus næsta virka dag
  • Enginn munur á kaup- og sölugengi
  • Virk gjalddagastýring

Fjárfestingaheimildir

  • Innlánssamningar fjármálafyrirtækja (50-100%)
  • Ríkistryggð verðbréf (0-50%)
  • Óskráð verðbréf (0-10%)