Ársreikningur ÍV sjóða hf. hefur verið gerður aðgengilegur

Ársreikningur ÍV sjóða hf. hefur verið gerður aðgengilegur á heimasíðu félagsins www.ivsjodir.is.

Jákvæð afkoma var af rekstri félagsins á árinu 2023 en félagið hefur skilað hagnaði á hverju ári síðan 2013.

ÍV sjóðir hf. eru dótturfélag Íslenskra verðbréfa hf. og annast rekstur átta verðbréfasjóða, sex sérhæfðra sjóða fyrir almenna fjárfesta, tvo sérhæfða sjóða auk sérgreindrar eignastýringar fyrir viðskiptavini félagsins.