Helga Björg Ingvadóttir

Helga Björg Ingvadóttir
Helga Björg Ingvadóttir
460-4714

Helga Björg er sjóðstjóri hjá ÍV sjóðum hf, sem er dótturfélag Íslenskra verðbréfa hf.

Helga Björg er fædd árið 1982. Hún lauk stúdentsprófi frá náttúrufræðibraut Menntaskólans á Akureyri árið 2002 og B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2006. Hún hefur einnig lokið löggildingarnámi í verðbréfamiðlun frá Háskólanum í Reykjavík. 

Helga Björg starfaði á árunum 2006-2008 hjá Kaupþingi og frá 2008-2010 hjá Byr hf., fyrst sem sjóðsstjóri og síðar í regluvörslu. Hún hóf störf hjá ÍV sjóðum hf. í ágúst 2010.

Sambýlismaður Helgu Bjargar er Steindór Kristinn Jónsson flugmaður og eiga þau eina dóttur og einn son.