ÍV Hlutabréfavísitala

ÍV Hlutabréfavísitalan byggir á aðferðafræði sem þróuð er af ÍV.  Aðferðafræðin nýtist sem grunnur að stýringu hlutabréfasafna og byggir á skilvirkri dreifingu eigna. Vísitalan mælir fjárfestingarhæfi hlutabréfa skráðra félaga á Aðalmarkaði Nasdaq OMX í gegnum seljanleika þeirra. Seljanleiki bréfa, eins og hann er skilgreindur skv. ÍV, ákvarðar vigt bréfa í vísitölunni. Félög fá þannig meira vægi eftir því sem áætlaður seljanleiki hlutabréfa þeirra er meiri.

Algengt er að notast sé við hlutabréfavísitölur sem mælikvarða á frammistöðu fjárfestingar. Horft er til yfir- eða undirvigtar og árangur safns borinn saman yfir tímabil. Á Íslandi er algengt að notast sé við OMX8GI vísitöluna í slíku samhengi.

ÍV Hlutabréfavísitalan er nýr mælikvarði á íslenskan hlutabréfamarkað

Fréttir

Vísitala

Samsetning vísitölu

Verðþróun