Eignasafn D

Eignasafn B fjárfestir bæði á innlendum og erlendum mörkuðum til að ná fram mikilli áhættudreifingu.  Safninu er dreift á milli innlendra sem erlendra ríkisskuldabréfa, annarra skuldabréfa og hlutabréfa.  Hentar fjárfestum sem vilja fjárfesta verulega erlendis og þola nokkuð hátt hlutfall hlutabréfa.  Ávöxtun getur sveiflast nokkuð og er mælt með að fjárfestar horfi til nokkura ára við mat á árangri.

Fjárfestingarheimildir Eignasafns D

Eignaflokkur Fjárfestingarheimild
Erlend fjárfesting 30 - 70%
Innlán og lausafjársjóðir 0 - 60%
Skuldabréf (dreift safn í gegnum sjóði) 10 - 60%
    - þar af lágmark í ríkisskuldabréfum* 10%
Hlutabréf (dreift safn í gegnum sjóði) 0 - 25%
Innlend fjárfesting 30 - 70%
Innlán og Lausafjársjóðir 0 - 40%
Skuldabréf 30 - 70%
    - Þar af lágmark í ríkisskuldabréfum* 30%
Hlutabréf 0 - 15%
  Þar af hámarks bein fjárf.í hverju félagi 5%

 * Vægi ríkistryggðra skuldabréfa að lágmarki 40% af safni

Fyrir hverja?

Eignasafn D hentar fjárfestum sem vilja fjárfesta verulega erlendis og ná fram verulegri áhættudreifingu. Ávöxtun getur sveiflast nokkuð og er mælt með að fjárfestar horfi til nokkurra ára við mat á árangri.

Þjónusta

Fjárfestar hafa á hverjum tíma aðgang að eignasafni sínu á vef www.iv.is þar sem hægt er að sjá eignastöðu sem og þau viðskipti sem hafa átt sér stað frá því að safnið var stofnað.

Fjárfestar hafa einnig aðgang að sérfræðingum Íslenskra verðbréfa í gegnum síma og tölvupóst og öllu jöfnu er hægt að koma á fundi með litlum fyrirvara.

Lögð er áhersla á persónuleg samskipti og horft til lengri tíma samstarfs á sviði ávöxtunar.

Eignasamsetning

Aðrar upplýsingar

Lágmarksfjárhæð:
50 m.kr.
Árleg þóknun:
Frá 0,3% til 0,5% eftir upphæð í stýringu
Áhætta: