Íslensk verðbréf bjóða fagfjárfestum uppá sérsniðnar fjárfestingarstefnur þar sem markmiðið er að ná hámarksávöxtun að teknu tillliti til áhættu.
Í upphafi er mótuð fjárfestingarstefna sem tekur mið af fjárhagslegri stöðu, þörfum og markmiðum hvers viðskiptavinar. Starfsfólk sér síðan um að fjárfesta fyrir viðskiptavini innan þess ramma sem markaður hefur verið.
Hver fjárfestingastefna er í stöðugri endurskoðun, þannig má bregðast við breyttum aðstæðum á markaði með það markmið að hámarka ávöxtun eignasafnis.
Viðskiptavinir geta valið um mismunandi þjónustustig, allt hvað hentar hverjum og einum.