Fagfjárfestar

Eignastýring felur í sér að viðskiptavinur eftirlætur Íslenskum verðbréfum að fjárfesta eignasafni viðkomandi innan fyrirfram samþykktrar fjárfestingarstefnu beggja aðila.

Hlutverk Íslenskra verðbréfa er að vakta eignasafn viðskiptavinar og bregðast við breyttum aðstæðum á markaði með það að markmiði að hámarka ávöxtun eignasafnsins.

Fagfjárfestum býðst eignastýring í sérgreindum söfnum þar sem fjárfestingastefna er sérsniðin að þörfum hvers og eins.  

Kostir 

 • Beint aðgengi að sérfræðingum eignastýringar
 • Aðstoð við mótun fjárfestingarstefnu út frá eðli og þörfum rekstrar
 • Reglulegir stöðufundir
 • Greining á fjárfestingakostum
 • Greinargóð yfirlit yfir eignir og ávöxtun

Fjárfestingaheimildir

Fjárfestingastefna er mótuð í takt við þarfir og óskir viðskiptavina þar sem eftirtaldir eignaflokkar koma til greina:

 • Innlend hlutabréf
 • Erlend hlutabréf
 • Skuldabréf með ábyrgð ríkissjóðs
 • Erlend skuldabréf
 • Önnur skuldabréf
 • Bankavíxlar
 • Laust fé
 • Sérhæfðar fjárfestingar

Hvert safn getur verið byggt upp á einum eða fleiri eignaflokkum, allt eftir óskum hvers viðskiptavinar.

Nánari upplýsingar

Starfsmenn Íslenskra verðbréfa veita fúslega nánari upplýsingar í síma 460-4700460-4700 eða með tölvupósti.