Lausafjárstýring

ÍV Eignastýring býður fyrirtækjum og sveitarfélögum uppá sveigjanlega þjónustu í ávöxtun lausafjár.

Fjárfestingastefna viðskiptavina er ákvörðuð fyrirfram og þjónustan er sérsniðin að lausafjárþörf viðskiptavinarins. Fjárfestingakostir hafa misjafna eiginleika og skilvirk samsetning eignasafns er lykilatriði í áhættu- og fjárstýringu. 

Fjárfestingaheimildir

  • Ríkistryggð bréf
  • Innlána-/skammtímasjóðir
  • Innlánssamningar
  • Bankavíxlar

Áhersla er lögð á upplýsingagjöf sniðna að þörfum viðskiptavinarins varðandi fjárfestingar, ávöxtun og horfur á mörkuðum.

Þjónusta við viðskiptavini í lausafjársstýringu 

  • Ráðgjöf við gerð fjárfestingarstefnu
  • Greining á fjárfestingakostum
  • Vöktun og stýring eignaflokka
  • Aðgengi að sérfræðiteymi Íslenskra verðbréfa
  • Lágmörkun viðskiptaskotnaðar
  • Regluleg upplýsingagjöf