Fyrirtæki

Fyrirtæki þurfa að ávaxta laust fé á sem öruggastan hátt og ráðstafa því með skömmum fyrirvara. Lausafjárstýring hentar aðilum með slíkar þarfir. Fjárfestingakostir hafa misjafna eiginleika og skilvirk samsetning eignasafns er lykilatriði í áhættu- og fjárstýringu.

ÍV Eignastýring býður upp á stýringu lausafjár viðskiptavina sinna í sérgreindum söfnum. Eðli og umfang stýringar og upplýsingagjöf er sérsniðin að þörfum hvers og eins viðskiptavinar.

Kostir 

  • Beint aðgengi að sérfræðingum eignastýringar
  • Aðstoð við mótun fjárfestingarstefnu út frá eðli og þörfum rekstrar
  • Reglulegir stöðufundir
  • Greining á fjárfestingakostum
  • Greinargóð yfirlit yfir eignir og ávöxtun

Fjárfestingaheimildir

  • Ríkistryggð bréf
  • Innlána-/skammtímasjóðir
  • Innlánssamningar
  • Bankavíxlar

Nánari upplýsingar

Starfsmenn Íslenskra verðbréfa veita fúslega nánari upplýsingar í síma 460-4700460-4700 eða með tölvupósti.