Breytingar á fjárfestingarstefnu ÍV Eignasafns III

Fjármálaeftirlitið hefur staðfest breytingar á fjárfestingarstefnu og tilgangi ÍV Eignasafns III. Breytingarnar taka gildi þann 11. október 2018 og mun sjóðurinn eftir það haga fjárfestingum sínum í samræmi við nýja stefnu. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér vel nýja fjárfestingarstefnu sjóðsins og hafa samband við starfsfólk Íslenskra verðbréfa í síma 460-4700 ef áhugi er fyrir fjárfestingu í sjóðnum. Sömuleiðis eru fjárfestar hvattir til að kynna sér nýja útboðslýsingu og lykilupplýsingar sjóðsins sem taka munu gildi samhliða.

Úr útboðslýsingu ÍV Eignasafns III sem tekur gildi 11. október 2018

Sjóðurinn ávaxtar fjármuni hlutdeildarskírteinishafa með fjárfestingu í innlendum og erlendum hlutabréfum, innlendum og erlendum skuldabréfum og innlánum fjármálafyrirtækja, innlendum og erlendum. Sjóðurinn hefur heimildir til fjárfestinga í íslenskum verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum auk þess sem sjóðnum er heimilt að fjárfesta hvort sem er í íslenskum eða erlendum sjóðum sem fjárfesta í erlendum verðbréfum. Sjóðnum er heimilt að festa það fé sem hann nýtir til fjárfestinga í öðrum sjóðum að hluta eða öllu leyti í sjóðum sem reknir eru af ÍV sjóðum hf.

Markmið sjóðsins er að veita hlutdeildarskírteinishöfum ávöxtunartækifæri í gegnum safn eigna þar sem áhersla er á erlendar fjárfestingar og eignaflokkadreifingu. Dreifing eigna fæst með s.s með fjárfestingu í gegnum aðra sjóði um sameiginlega fjárfestingu og/eða beina fjárfestingu í einstökum verðbréfum og er áhersla lögð á seljanleika og gæði eigna í samhengi við áhættu. Meirihluti fjárfestinga sjóðsins mun á hverjum tíma verða í erlendum eignum, að lágmarki 60%. Sjóðurinn mun að miklu eða öllu leiti fjárfesta í öðrum sjóðum, innlendum og erlendum. Í slíku samhengi verður horft til sjóða um sameiginlega fjárfestingu sem falla undir lög nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði eða falla undir erlenda löggjöf sem svipar til þeirra laga. Ekki verður einblínt á ákveðna útgefendur skuldabréfa og ekki verður fjárfest í fagfjárfestasjóðum.

Fyrir hvern er sjóðurinn

ÍV Eignasafn III hentar einstaklingum, fyrirtækjum og öðrum aðilum sem leita eftir mikilli dreifingu á milli eignaflokka og áherslu á erlendar fjárfestingar á hverjum tímapunkti. Sjóðurinn er eignastýringarsjóður þar sem ávöxtun tekur mið af ávöxtun mismunandi undirliggjandi eignaflokka innanlands og erlendis.

Ný fjárfestingarstefna sem tekur gildi 11. október 2018

 

ÍV Eignasafn III - Sundurliðun fjárfestingaheimilda

 

-          Fjárfesting erlendis

60%-100%

 

-          Fjárfesting innanlands

0%-40%

Fjárfesting í hlutabréfum eða sjóðum um sameiginlega fjárfestingu í hlutabréfum

0%-80%

 

-          Erlend hlutabréf

0%-60%

 

-          Erlendir hlutabréfasjóðir sem byggja á lagaumgjörð sambærilegri evrópsku UCITS reglugerðinni

0%-60%

 

-          Innlend hlutabréf

0%-20%

 

-          Innlendir verðbréfasjóðir um hlutabréf

0%-20%

 

-          Innlendir fjárfestingarsjóðir um hlutabréf

0%-20%

 

-          Hámark beinnar fjárfestingar í stöku hlutafélagi

5%

Fjárfesting í skuldabréfum eða sjóðum um sameiginlega fjárfestingu í skuldabréfum

20%-100%

 

-          Erlend skuldabréf

0%-60%

 

-          Erlendir skuldabréfasjóðir sem byggja á lagaumgjörð sambærilegri evrópsku UCITS reglugerðinni

0%-60%

 

-          Innlend skuldabréf

0%-40%

 

-          Innlendir verðbréfasjóðir um skuldabréf

0%-40%

 

-          Innlendir fjárfestingarsjóðir um skuldabréf

0%-40%

Innlán fjármálafyrirtækja og fjárfesting í lausafjársjóðum

0%-50%

 

-          Erlend innlán fjármálafyrirtækja

0%-50%

 

-          Erlendir lausafjársjóðir sem byggja á lagaumgjörð sambærilegri evrópsku UCITS reglugerðinni

0%-50%

 

-          Innlend innlán fjármálafyrirtækja

0%-50%

 

-          Innlendir verðbréfasjóðir um lausafjárstýringu

0%-50%

 

-          Innlendir fjárfestingarsjóðir um lausafjárstýringu

0%-50%