Fréttir

ÞRÓUN ERLENDRA VERÐBRÉFAMARKAÐA TIL LOKA SUMARS 2020

Ragnar Benediktsson, sjóðstjóri erlendra hlutabréfasjóða í rekstri ÍV sjóða hf., skrifar um þróun erlendra verðbréfamarkaða það sem af er árinu 2020.
Lesa

LOKAÐ FYRIR HEIMSÓKNIR Í COVID EN VERÐBRÉFAVEFUR ÍV ER ALLTAF OPINN!

Okkur er umhugað um velferð viðskiptavina okkar og starfsfólks. Vegna Covid19 faraldursins munum við því frá og með 8. október, loka á heimsóknir á skrifstofur okkar á Akureyri og Kópavogi nema þær séu bókaðar fyrirfram og þá einungis fyrir brýn erindi.
Lesa

Vala Hauksdóttir tekur við sjóðstjórn Veðskuldabréfasjóða í rekstri ÍV sjóða hf.

Vala Hauksdóttir hóf störf hjá ÍV sjóðum í febrúar 2020 og hefur síðan komið að starfsemi sjóða í rekstri félagsins sem sérfræðingur í fjármögnun fasteigna. Vala tók við sjóðstjórn ÍV Skammtímasjóðs í byrjun júní og tekur nú við sjóðstjórn Veðskuldabréfasjóða í rekstri félagsins, VIV I og VIV II. Sjóðirnir eru sérhæfðir hlutdeildarsjóðir sem fjármagna atvinnufasteignir með fjárfestingu í skuldabréfum útgefnum af fyrirtækjum og félögum. VIV I hefur þegar lokið fjárfestingartímabili sínu en VIV II hóf starfsemi í mars 2019 og hefur 6 ma. fjárfestingargetu. Sjóðurinn leitar fjárfestingartækifæra og mun Vala stýra þeirri leit.
Lesa

Guðni Halldórsson til liðs við Íslensk verðbréf

Guðni Halldórsson hefur hafið störf hjá Íslenskum verðbréfum. Guðni er sérfræðingur og viðskiptalögfræðingur með víðtæka reynslu af ráðgjöf við kaup, sölu og samruna fyrirtækja og hefur undanfarin 15 ár komið að viðskiptum og ráðgjöf vegna fyrirtækjaviðskipta hjá Kontakt fyrirtækjaráðgjöf og þar áður hjá SPRON verðbréfum. Síðustu ár hefur Guðni starfað sem framkvæmdastjóri Kontakt fyrirtækjaráðgjafar.
Lesa

Unnar Hermannsson hefur störf hjá Íslenskum verðbréfum

Unnar Hermannsson hefur hafið störf hjá ÍV Mörkuðum. Unnar er sérfræðingur með víðtæka reynslu af markaðviðskiptum og starfaði áður sem verðbréfamiðlari hjá markaðsviðskiptum Arion banka frá 2006-2018, þar áður við fyrirtækjaráðgjöf hjá KPMG 2001-2006 og árin 2018-2020 sat hann í stjórn Lífsverks lífeyrissjóðs. Undanfarin misseri hefur Unnar starfað sjálfstætt við eigin fjárfestingar og ráðgjöf, einkum tengt flugrekstri. Unnar er með MSc. í alþjóðaviðskiptum frá London School of Economics og með próf í verðbréfamiðlun.
Lesa

ERLENDIR VERÐBRÉFAMARKAÐIR FRÁ UPPHAFI ÁRS 2020

Ragnar Benediktsson, sjóðstjóri erlendra hlutabréfasjóða í rekstri ÍV sjóða hf. skrifar um þróun erlendra verðbréfamarkaða það sem af er árinu 2020.
Lesa

RAFVÆÐING HLUTDEILDARSKÍRTEINA VERÐBRÉFASJÓÐSINS ÍV ERLENT HLUTABRÉFASAFN 24. APRÍL 2020

Hlutdeildarskírteini ÍV Erlends hlutabréfsafns verða skráð rafrænt hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. Viðskipti með rafvædd hlutdeildarskírteini sjóðsins munu hefjast föstudaginn 24. apríl 2020. Fram til 24. apríl 2020 þurfa viðskipti í sjóðnum, kaup og sölur að fara fram með því að viðskiptavinir hringja í 460-4700 eða senda tölvupóst á iv@iv.is.
Lesa

Vegna COVID 19: Lokun móttöku á Akureyri og í Kópavogi frá og með 24. mars 2020 á meðan samkomubann varir

Alltaf er hægt að eiga viðskipti með sjóði gegnum verðbréfavef ÍV á heimasíðu félagsins www.iv.is. Sömuleiðis er hægt að hafa samband í tölvupósti í gegnum iv@iv.is eða í síma 460-4700
Lesa

SAMANTEKT - ERLENDIR HLUTABRÉFAMARKAÐIR Á ÁRINU 2019

Ragnar Benediktsson, sjóðstjóri erlendra hlutabréfasjóða í rekstri ÍV sjóða hf. skrifar um þróun erlendra hlutabréfamarkaða á árinu 2019.
Lesa

Nýr VERÐBRÉFAVEFUR ÍV opnaður

Sérkjör til næstu áramóta - enginn kostnaður við kaup á sjóðum í gegnum VERÐBRÉFAVEFINN
Lesa