Guðni Halldórsson til liðs við Íslensk verðbréf

Guðni Halldórsson hefur hafið störf hjá Íslenskum verðbréfum. Guðni er sérfræðingur og viðskiptalögfræðingur með víðtæka reynslu af ráðgjöf við kaup, sölu og samruna fyrirtækja og hefur undanfarin 15 ár komið að viðskiptum og ráðgjöf vegna fyrirtækjaviðskipta hjá Kontakt fyrirtækjaráðgjöf og þar áður hjá SPRON verðbréfum. Síðustu ár hefur Guðni starfað sem framkvæmdastjóri Kontakt fyrirtækjaráðgjafar.

„Guðni kemur að borðinu með umtalsverð tengsl og þekkingu á fjármögnunarumhverfi minni og meðalstórra fyrirtækja sem á eftir að nýtast viðskiptavinum okkar sérstaklega vel. Hann er öflug viðbót við teymið og við gerum ráð fyrir góðum hlutum frá honum á næstunni“ segir Jóhann Ólafsson, forstjóri ÍV.

Íslensk verðbréf veita einstaklingum, fyrirtækjum, fjárfestum, stofnunum og samtökum, margskonar þjónustu á sviði eignastýringar, miðlunar og fyrirtækjaráðgjafar