Íslensk verðbréf hf. ráðin söluráðgjafi vegna útboðs Íslandsbanka hf.

Íslensk verðbréf hf. hafa verið ráðin söluráðgjafi vegna alþjóðlegs frumútboðs á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka hf., ásamt fleiri fjármálafyrirtækjum.

Á vefsíðu Bankasýslu ríksins eru talin upp í stafrófsröð hvaða fyrirtæki voru ráðin ásamt Íslenskum verðbréfum til að sinna þessu hlutverki: Arion banki hf., Arctica Finance hf., Barclays Bank Ireland PLC, Fossar Markets hf., HSBC Continental Europe, Íslensk Verðbréf hf., Íslenskir Fjárfestar hf., Kvika banki hf. og Landsbankinn hf. Framangreindir aðilar voru valdir úr hópi 24 aðila sem skiluðu inn yfirlýsingum um vilja til að verða söluráðgjafar í ferlinu. Tilkynninguna má finna hér.

Áður hefur Bankasýsla ríkisins kynnt ráðningu þriggja leiðandi umsjónaraðila og söluráðgjafa, þ.e. Citigroup Global Markets Europe AG, J.P. Morgan AG og fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. auk BBA Fjeldco ehf. og White & Case LLP sem sameiginlegra lögfræðiráðgjafa og STJ Advisors Group Limited sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa.