Íslensk verðbréf verða áfram aðalstuðningsaðili Þórs/KA

Frá undirritun samningsins
Frá undirritun samningsins

Íslensk verðbréf og kvennalið Þórs/KA gengu frá samstarfsamningi þess efnis að Íslensk verðbréf verða áfram aðalstyrktaraðili liðsins. Meginmarkmið samningsins er að styðja dyggilega við það öfluga starf sem Þór/KA stendur fyrir í kvennaknattspyrnu á Akureyri.

Samningurinn var undirritaður í höfuðstöðvum Íslenskra verðbréfa nýlega. Íslensk verðbréf hafa verið aðalstyrktaraðili liðsins undanfarin ár og hefur merki félagsins prýtt búninga liðsins. Samningurinn er báðum aðilum mikilvægur, hann léttir undir rekstur liðsins og Íslensk verðbréf leggja mikla áherslu að styrkja íþróttastarf á Akureyri.