Rafvæðing hlutdeildarskírteina ÍV Stokks 14. október 2019

UM SJÓÐINN OG REKSTRARAÐILA HANS

ÍV Stokkur er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. Sjóðurinn er rekinn af ÍV sjóðum hf. sem hefur starfsleyfi frá Fjármálaeftirlitinu sem rekstrarfélag verðbréfasjóða skv. lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

 Upplýsingasíða sjóðsins

HVAÐ BREYTIST / ER AÐGERÐA ÞÖRF?

Aðstaða eigenda hlutdeildarskírteinishafa helst óbreytt að öllu leyti hvað varðar eignarhald. Aðstaða eigenda hlutdeildarskírteina verður betri eftir rafvæðingu hvað viðkemur vali á möguleikum til vörslu. Það merkir að eftir rafvæðingu getur eigandi kosið að varsla hlutdeildarskírteini sín þar sem hentar best.

Núverandi eigendur eru nú þegar með vörslusamning við Íslensk verðbréf hf., móðurfélag ÍV sjóða hf., sem telst reikningsstofnun í skilningi laga nr. 131/1997 um rafræna eignarskráningu verðbréfa, þar sem að hlutdeildarskírteini útgefin af sjóðnum eru í dag vörsluð á vörslureikningi eiganda hjá Íslenskum verðbréfum hf.

Til að rafvæðing sé möguleg munu Íslensk verðbréf hf., f.h. sjóðsins, stofna VS-reikning (reikning hjá Nasdaq verðbréfmiðstöð hf. til að varsla rafrænt skráð verðbréf) fyrir þá eigendur sem ekki eiga slíkan reikning nú þegar.

Í kjölfar rafvæðingar verður útgáfulýsing sjóðsins vegna rafvæðingar aðgengileg á vefsvæði Nasdaq Verðbréfamiðstöðvar, www.vbsi.is auk þess sem allar nauðsynlegar upplýsingar verða eftir sem áður til staðar á heimasíðum Íslenskra verðbréfa hf. www.iv.is og ÍV sjóða hf. www.ivsjodir.is. Eru fjárfestar hvattir til að kynna sér vel efni heimasíðanna.