Unnar Hermannsson hefur störf hjá Íslenskum verðbréfum

Unnar Hermannsson, sérfræðingur ÍV Markaða
Unnar Hermannsson, sérfræðingur ÍV Markaða

Unnar Hermannsson hefur hafið störf hjá ÍV Mörkuðum. Unnar er sérfræðingur með víðtæka reynslu af markaðviðskiptum og starfaði áður sem verðbréfamiðlari hjá markaðsviðskiptum Arion banka frá 2006-2018, þar áður við fyrirtækjaráðgjöf hjá KPMG 2001-2006 og árin 2018-2020 sat hann í stjórn Lífsverks lífeyrissjóðs. Undanfarin misseri hefur Unnar starfað sjálfstætt við eigin fjárfestingar og ráðgjöf, einkum tengt flugrekstri. Unnar er með MSc. í alþjóðaviðskiptum frá London School of Economics og með próf í verðbréfamiðlun.

„Unnar er með mikla reynslu af störfum á fjármálamarkaði, þekkingu á verðbréfamörkuðum og tengingar sem eiga eftir að nýtast viðskiptavinum okkar sérstaklega vel á næstu árum. Hann er frábær viðbót við teymið og við búumst við miklu af honum á næstunni“ segir Hjörvar Maronsson, forstöðumaður ÍV Markaða.

ÍV Markaðir hafa allt frá stofnun Íslenskra verðbréfa hf. árið 1987 verið mikilvægur þáttur í starfsemi félagsins og veita viðskiptavinum félagsins heildstæða þjónustu á verðbréfamarkaði. ÍV Markaðir sinna miðlun verðbréfa, sölu sjóða í rekstri ÍV sjóða hf. og geta aðstoðað viðskiptvini við fjármögnun með skulda- eða hlutabréfaútgáfu.