Vegna COVID 19: Lokun móttöku á Akureyri og í Kópavogi frá og með 24. mars 2020 á meðan samkomubann varir

Vegna COVID 19: Lokun móttöku á Akureyri og í Kópavogi frá og með 24. mars 2020 á meðan samkomubann varir

Starfsstöðvar Íslenskra verðbréfa og ÍV sjóða verða lokaðar fyrir almennri móttöku viðskiptavina frá og með 24. mars 2020. Er það gert til að stuðla sem best að öryggi starfsmanna sem og viðskiptavina auk þess að hlýta sem best fyrirmælum stjórnavalda um takmarkaðan samgang. Lokunin gildir um starfstöðvar félaganna að Hvannavöllum 14 á Akureyri sem og að Hlíðarsmára 6 í Kópavogi. 

Ráðstöfunin er tímabundin þar til samkomubanni stjórnavalda verður aflýst og hefur engin áhrif að öðru leiti á samskipti við viðskiptavini né almennt á starfsemi félaganna. Starfsmenn starfa nú heima eftir því sem því verður við komið og notast við upplýsingatækni og fjarvinnubúnað. Mönnun á starfstöðvum er í lágmarki

Alltaf er hægt að eiga viðskipti með sjóði gegnum verðbréfavef ÍV á heimasíðu félagsins www.iv.is. Sömuleiðis er hægt að hafa samband í tölvupósti í gegnum iv@iv.is eða í síma 460-4700.

Baráttukveðjur,

Starfsfólk ÍV og ÍV sjóða