Fréttir

Stjórn Íslenskra verðbréfa endurkjörin á aðalfundi

Stjórn Íslenskra verðbréfa var endurkjörin á aðalfundi félagsins sem fram fór í gær. Í stjórninni sitja Heiðrún Jónsdóttir, stjórnarformaður, Magnús Ingi Einarsson og Steingrímur Birgisson.
Lesa

Mikill áhugi á raforkutengingu Íslendinga við umheiminn: Forsendan er að Íslendingar og Bretar nái saman um verkefnið

Fyrrverandi orkumálaráðherra Breta, Charles Hendry, var gestur á ráðstefnu sem Íslensk verðbréf héldu í samvinnu við Kjarnann á Radisson Blu hótelinu þann 20 apríl.
Lesa

Tengingin við umheiminn - Sæstrengur milli Íslands og Bretlands

Íslensk verðbréf í samstarfi við Kjarnann stendur fyrir opnum fundi um raforkusæstreng milli Íslands og Bretlands. Fundurinn fer fram á Hótel Sögu 20. apríl og stendur yfir milli 9:00 og 10:30, en húsið opnar 8:30.
Lesa

Norðurþing stækkar skuldabréfaflokk

Skuldabréfaflokkurinn NTH 09 1, útgefinn af Sveitarfélaginu Norðurþingi, kt. 640169-5599, þann 2/2/2009 og skráður í Kauphöll Nasdaq OMX 30/6/2009, hefur nú verið stækkaður um ISK 240.000.000,- að nafnverði. Ávöxtunarkrafan var 3,60%.
Lesa

130 milljón króna hagnaður af reglulegri starfsemi

Hagnaður Íslenskra verðbréfa árið 2014 af reglulegri starfsemi var um 130 m.kr. samanborið við 170 m.kr. árið 2013. Hreinar rekstrartekjur ársins námu 539 m.kr. samanborið við 584 m.kr. árið 2013.
Lesa

Norðurþing stækkar skuldabréfaflokk

Skuldabréfaflokkurinn NTH 09 1, útgefinn af Sveitarfélaginu Norðurþingi, kt. 640169-5599, þann 2/2/2009 og skráður í Kauphöll Nasdaq OMX 30/6/2009, hefur nú verið stækkaður um ISK 300.000.000,- að nafnverði. Ávöxtunarkrafan var 3,60 %.
Lesa

Áramótayfirlit

Upplýsingar um áramótastöðu hafa verið sendar viðskiptavinum. Upplýsingarnar eru aðgengilegar í öllum netbönkum undir rafrænum skjölum. Óski viðskiptavinir eftir að fá yfirlitin send má hafa samband við Íslensk verðbréf í síma 460 4700 eða á netfangið iv@iv.is.
Lesa

Nýr framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa hf.

Sigþór Jónsson, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa hf. Sigþór hefur mikla þekkingu og reynslu á íslenskum fjármálamarkaði. Nú síðast starfaði hann sem framkvæmdastjóri Straums sjóða hf. Áður gegndi hann störfum framkvæmdastjóra Landsbréfa hf. og þar áður var hann forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá sjóðastýringarfyrirtækinu Stefni hf.
Lesa

Skrifstofa ÍV í Reykjavík flutt í Borgartún 25

Skrifstofa ÍV í Reykjavík hefur verið flutt í Borgartún 25, 6. hæð. Skrifstofan er opin frá 9 til 12 og 12:30 til 16.
Lesa

Ný stjórn Íslenskra verðbréfa

Á hluthafafundi Íslenskra verðbréfa hf. sem haldinn var þann 3. febrúar sl. var Magnús Ingi Einarsson kjörinn nýr í stjórn félagsins í stað Halldórs Halldórssonar. Magnús er fæddur árið 1981. Hann er M.Sc. í vélaverkfræði frá Virginia Tech 2006 og B.Sc. í vélaverkfræði frá H.Í. 2004. Magnús er forstöðumaður fjárstýringar hjá Straumi fjárfestingabanka hf. og situr í áhættunefnd bankans.
Lesa