07.12.2017
Íslensk verðbréf hf. hafa ráðið Jón Helga Pétursson sem framkvæmdastjóra félagsins. Jón Helgi, sem áður gegndi starfi forstöðumanns rekstrarsviðs hjá fyrirtækinu, hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra félagsins til bráðabirgða frá því að Sigþór Jónsson lét af störfum í lok júní á þessu ári.
Lesa
28.09.2017
Hreinn Þór Hauksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri ÍV sjóða hf. Hann tekur við starfinu af Jóhanni Steinari Jóhannssyni.
Lesa
02.06.2017
Íslensk verðbréf hafa lokið fyrsta áfanga í fjármögnun á nýjum framtakssjóði sem ber heitið TFII slhf. Hluthafar eru lífeyrissjóðir og aðrir fagfjárfestar, alls 18 talsins. Sjóðurinn mun fjárfesta í eignarhlutum í félögum með trausta rekstrarsögu og taka virkan þátt í uppbyggingu og virðisaukningu þeirra.
Lesa
26.04.2017
Aðalfundur Íslenskra verðbréfa fór fram á Hótel KEA Akureyri 24. apríl sl.
Á fundinum voru Anna Guðmundsdóttir, Chris Van Aeken, Eiríkur S. Jóhannsson og Harpa Samúelsdóttir endurkjörin í stjórn félagsins. Nýr í stjórn félagsins er Steingrímur Pétursson.
Lesa
21.04.2017
Það er algeng iðja á Íslandi að ráðast gegn afleiðingum vandamála fremur en orsökum þeirra. Uppgangur ferðaþjónustunnar undanfarin ár sem einn máttarstólpa íslensks atvinnulífs hefur skapað gríðarlegan afgang af þjónustujöfnuði. Þeim gjaldeyrisafgangi sem ekki hefur verið varið til vörukaupa hefur verið mætt með sparnaði Seðlabanka Íslands og síðar innlendra lífeyrissjóða í erlendri mynt.
Lesa
19.04.2017
Aðalfundur Íslenskra verðbréfa verður haldin á Hótel KEA, Akureyri mánudaginn 24. apríl. Að fundi loknum er hluthöfum boðið til kynningar á félaginu og starfsemi þess.
Lesa
24.03.2017
EIMUR, í samstarfi við Íslensk verðbréf og Vaðlaheiðargöng hf, efnir til hugmyndasamkeppni um nýtingu lághitavatns á Norðurlandi eystra með áherslu á nýtingu heita vatnsins í Vaðlaheiðargöngum.
Lesa
20.03.2017
Íslensk verðbréf og kvennalið Þórs/KA gengu frá samstarfsamningi þess efnis að Íslensk verðbréf verða áfram aðalstyrktaraðili liðsins.
Lesa
17.03.2017
Íslensk verðbréf og eignastýringarfyrirtækið Standard Life Investments hafa útvíkkað áralangt samstarf sitt um sölu og dreifingu á erlendum sjóðum sem reknir eru af félaginu.
Lesa
16.03.2017
ÍV hlutabréfavísitalan er endurskoðuð fjórum sinnum á ári. Endurskoðun felur í sér að tekin er afstaða út frá reglum og viðmiðum um seljanleika hvaða félög teljast gjaldgeng í vísitöluna hverju sinni. Endurskoðun reglna vísitölunnar fer einnig fram einu sinni á ári, samhliða reglulegri endurskoðun í mars.
Lesa