Fréttir

Íslensk verðbréf á nýjum stað í Reykjavík

Íslensk verðbréf hafa flutt skrifstofu sína í Reykjavík, sem þjónar viðskiptavinum ÍV á höfuðborgarsvæðinu og víðar, að Lágmúla 6, 3. hæð.
Lesa

Ný fjármögnunarleið fyrirtækja

Íslensk verðbréf hafa sett á fót fjárfestingafélagið MF1 slhf. í samstarfi við öflugan hóp fagfjárfesta. MF1 kemur að millilagsfjármögnun fyrirtækja og býður þar með fjármögnunarkost sem til þessa hefur ekki verið í boði fyrir íslensk fyrirtæki með sambærilegum hætti.
Lesa

Íslensk verðbréf ljúka stækkun skuldabréfaflokksins VIV 14 1

Íslensk verðbréf voru umsjónaraðili að stækkun skuldabréfaflokksins VIV 14 1 sem gefinn er út af Veðskuldabréfasjóði ÍV. Stærð flokksins er eftir stækkunina ISK 5.250.000.000. Bréfin voru seld fjárfestum á grundvelli fjárfestingarloforða. VIV 14 1 er skráður á Nasdaq Iceland og hófust viðskipti með nýútgefin bréf hinn 16. desember 2015 sl.
Lesa

Endurskoðun ÍV Hlutabréfavísitölu (15.12.2015) – Síminn tekinn með frá 1. janúar 2016

ÍV Hlutabréfavísitalan er endurskoðuð fjórum sinnum á ári. Endurskoðun felur í sér að tekin er afstaða út frá reglum og viðmiðum um seljanleika hvaða félög teljast tæk í vísitöluna hverju sinni. Endurskoðun fór fram í 15.12.2015 og leiddi í ljós tilefni til breytinga á samsetningu að því leiti að SIMINN var nýskráður á markað þann 15.október 2015 og verður hluti af vísitölunni frá og með 1. janúar 2016 skv. reglum.
Lesa

Ný stjórn Íslenskra verðbréfa kjörin

Á hluthafafundi sem sem haldinn var þann 4. nóvember sl. var ný stjórn Íslenskra verðbréfa kjörin. Fjölgað var úr þremur í fimm í stjórn félagsins. Þrír nýir stjórnarmenn settust í stjórn, þau Anna Guðmundsdóttir, Eiríkur S. Jóhannsson og Oddgeir Ágúst Ottesen.
Lesa

100% afsláttur af gengismun í öllum sjóðum ÍV

Fram að áramótum verður veittur 100% afsláttur af gengismun í alla sjóði ÍV. Hægt er að kaupa í sjóðum í ÍV á Akureyri og í Reykjavík, eða í síma 460 4700.
Lesa

Hluthafafundur Íslenskra verðbréfa hf.

Verður haldinn miðvikudaginn 4. nóvember nk. kl 16:00 að Strandgötu 3, Akureyri. Fundurinn fer fram í fundarsal á 3.hæð.
Lesa

Breytingar á greiðslupplýsingum verðbréfa- og fjárfestingasjóða

Nýlegar voru gerðar breytingar á greiðslupplýsingum verðbréfa- og fjárfestingasjóða. Breytingarnar taka til fjögurra sjóða.
Lesa

Öflugur hópur fjárfesta kaupir Íslensk verðbréf hf.

Öflugur hópur fjárfesta auk lykilstarfsmanna hefur gengið frá kaupum á yfir 90% hlutafjár í Íslenskum verðbréfum hf. Hluthafar í félaginu eru rúmlega 20 og fer enginn hluthafi með yfir 10% eignarhlut.
Lesa

Íslensk verðbréf hf. selja skuldabréf fyrir Akureyrarbæ

Íslensk verðbréf héldu þriðjudaginn 22. september sl. útboð á skuldabréfum fyrir Akureyrarbæ. Um að ræða skuldabréf í stækkuðum skuldabréfaflokki sveitarfélagsins, AKU 10 1.
Lesa