Fréttir

Skýrsla og erindi frá haustráðstefnu ÍV aðgengileg á vefnum

Nýlega fór fram haustráðstefna Íslenskra verðbréfa fyrir fullu húsi í Menningahúsinu Hofi á Akureyri. Á ráðstefnunni var fjallað um málefni tengd sjávarútvegi, orkumálum, ferðaþjónustu og sveitarstjórnarmálum, þar sem kastljósinu var beint að þeim tækifærum sem við blasa á viðkomandi sviðum. Erindi af ráðstefnunni er nú aðgengileg á vefnum.
Lesa

Vel heppnaðri haustráðstefnu ÍV lokið

Fimmtudaginn 10. september fór fram haustráðstefna Íslenskra verðbréfa í Hofi undir yfirskriftinni Landsbyggðirnar kalla.
Lesa

Ný grein: Miklar breytingar í íslenskum uppsjávariðnaði

Greinin fjallar um þróun veiða og vinnslu á uppsjávarfiski á Íslandi og áhrif kvótakerfisins á íslenskan uppsjávariðnað, en mikilvægi íslensks uppsjávariðnaðar hefur farið vaxandi á síðustu árum.
Lesa

29 milljóna króna hagnaður á fyrri helmingi ársins

Hagnaður Íslenskra verðbréfa á fyrri helmingi ársins 2015 var um 29 m.kr. samanborið við 52 m.kr. fyrir sama tímabil árið áður. Hreinar rekstrartekjur tímabilsins námu 269 m.kr. samanborið við 268 m.kr. fyrir fyrri hluta ársins 2014.
Lesa

Fjármálaeftirlitið hefur metið Íslensk verðbréf hf. hæft til að fara með virkan eignarhlut í Straumi sjóðum hf.

Fjármálaeftirlitið hefur þann 16.júlí 2015 komist að þeirri niðurstöðu að Íslensk verðbréf hf., kt. 610587-1519, sé hæft til að fara með virkan eignarhlut í Straumi sjóðum hf. sem nemur 100%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.
Lesa

Íslensk verðbréf undirrita samstarfssamninga við íþróttafélög

Íslensk verðbréf skrifuðu nýlega undir samstarfssamninga við fjögur íþróttafélög á Akureyri. Með samningunum er framhaldið ánægjulegu samstarfi sem staðið hefur undanfarin ár.
Lesa

Endurskoðun ÍV Hlutabréfavísitölu - REITIR og EIK tekin með frá 1. júlí 2015

ÍV hlutabréfavísitalan er endurskoðuð fjórum sinnum á ári. Endurskoðun felur í sér að tekin er afstaða út frá reglum og viðmiðum um seljanleika hvaða félög teljast tæk í vísitöluna hverju sinni.
Lesa

Góður árangur Ríkisskuldabréfasjóðs ÍV og Sparisafns ÍV

Samkvæmt upplýsingum á www.keldan.is hafa Ríkisskuldabréfasjóður ÍV og Sparisafn ÍV skilað hæstri ávöxtun sambærilegra sjóða s.l. 12 mánuði mv. 31.05.2015.
Lesa

Opnað að nýju fyrir viðskipti með hlutdeildarskírteini

Í kjölfar þess að opnað hefur verið að nýju fyrir viðskipti með fjármálagerninga í kauphöll, hefur verið opnað fyrir viðskipti með hlutdeildarskírteini í eftirfarandi sjóðum í rekstri ÍV sjóða hf.
Lesa

Frestun viðskipta með hlutdeildarskírteini

Hér með tilkynnist að stjórn ÍV sjóða hf. hefur tekið ákvörðun um að fresta viðskiptum með hlutdeildarskírteini eftirfarandi sjóða í rekstri félagsins.
Lesa