Fréttir

Uppgjör slitasjóða

Í kjölfar falls íslenskra banka og margra fjármálafyrirtækja haustið 2008 voru tveir sjóðir sem reknir eru af ÍV sjóðum settir í slitaferli. Nú hefur þessum sjóðum, Peningamarkaðssjóði ÍV og Skuldabréfasjóði ÍV, verið slitið. Var það gert þann 23. mars sl. með lokagreiðslu til sjóðsfélaga.
Lesa

Yfir 6 milljarða króna fjármögnun Landssímareits

Fjármögnun uppbyggingar á Landssímareitnum í miðborg Reykjavíkur er lokið með útgáfu nýs skuldabréfaflokks. Útgefandi skuldabréfaflokksins og eigandi Landssímareitsins er Lindarvatn ehf. sem er í jafnri eigu Icelandair Group hf. og Dalsness ehf. Íslensk verðbréf voru um­sjón­araðili skulda­bréfa­út­gáf­unn­ar og miðlaði henni ásamt RU ráðgjöf ehf. til fjár­festa.
Lesa

Endurskoðun ÍV Hlutabréfavísitölu (15.03.2016)

ÍV Hlutabréfavísitalan er endurskoðuð fjórum sinnum á ári. Endurskoðun felur í sér að tekin er afstaða út frá reglum og viðmiðum um seljanleika hvaða félög teljast tæk í vísitöluna hverju sinni. Endurskoðun reglna vísitölunnar fer einnig fram einu á ári, samhliða reglulegri endurskoðun í mars.
Lesa

MF1 og meðfjárfestar fjármagna fasteign sem hýsir Storm Hotel í Reykjavík

MF1 slhf. ásamt meðfjárfestum hafa gengið frá ríflega 1.500 m.kr. fjármögnun til Hvanna ehf. vegna fasteignar að Þórunnartúni 4, sem hýsir Storm Hotel. Rekstraraðili hótelsins er Keahótel ehf.
Lesa

Áramótayfirlit aðgengileg í netbanka

Upplýsingar um áramótastöðu hafa verið sendar viðskiptavinum. Upplýsingarnar eru aðgengilegar í öllum netbönkum undir rafrænum skjölum.
Lesa

Íslensk verðbréf á nýjum stað í Reykjavík

Íslensk verðbréf hafa flutt skrifstofu sína í Reykjavík, sem þjónar viðskiptavinum ÍV á höfuðborgarsvæðinu og víðar, að Lágmúla 6, 3. hæð.
Lesa

Ný fjármögnunarleið fyrirtækja

Íslensk verðbréf hafa sett á fót fjárfestingafélagið MF1 slhf. í samstarfi við öflugan hóp fagfjárfesta. MF1 kemur að millilagsfjármögnun fyrirtækja og býður þar með fjármögnunarkost sem til þessa hefur ekki verið í boði fyrir íslensk fyrirtæki með sambærilegum hætti.
Lesa

Íslensk verðbréf ljúka stækkun skuldabréfaflokksins VIV 14 1

Íslensk verðbréf voru umsjónaraðili að stækkun skuldabréfaflokksins VIV 14 1 sem gefinn er út af Veðskuldabréfasjóði ÍV. Stærð flokksins er eftir stækkunina ISK 5.250.000.000. Bréfin voru seld fjárfestum á grundvelli fjárfestingarloforða. VIV 14 1 er skráður á Nasdaq Iceland og hófust viðskipti með nýútgefin bréf hinn 16. desember 2015 sl.
Lesa

Endurskoðun ÍV Hlutabréfavísitölu (15.12.2015) – Síminn tekinn með frá 1. janúar 2016

ÍV Hlutabréfavísitalan er endurskoðuð fjórum sinnum á ári. Endurskoðun felur í sér að tekin er afstaða út frá reglum og viðmiðum um seljanleika hvaða félög teljast tæk í vísitöluna hverju sinni. Endurskoðun fór fram í 15.12.2015 og leiddi í ljós tilefni til breytinga á samsetningu að því leiti að SIMINN var nýskráður á markað þann 15.október 2015 og verður hluti af vísitölunni frá og með 1. janúar 2016 skv. reglum.
Lesa

Ný stjórn Íslenskra verðbréfa kjörin

Á hluthafafundi sem sem haldinn var þann 4. nóvember sl. var ný stjórn Íslenskra verðbréfa kjörin. Fjölgað var úr þremur í fimm í stjórn félagsins. Þrír nýir stjórnarmenn settust í stjórn, þau Anna Guðmundsdóttir, Eiríkur S. Jóhannsson og Oddgeir Ágúst Ottesen.
Lesa