Endurskoðun ÍV hlutabréfavísitölu (Skeljungur og Nýherji tekin með frá 1. apríl 2017)

Regluleg endurskoðun

ÍV hlutabréfavísitalan er endurskoðuð fjórum sinnum á ári. Endurskoðun felur í sér að tekin er afstaða út frá reglum og viðmiðum  um seljanleika hvaða félög teljast gjaldgeng í vísitöluna hverju sinni. Endurskoðun reglna vísitölunnar fer einnig fram einu sinni á ári, samhliða reglulegri endurskoðun í mars.

Breytingar með gildistöku 1. apríl 2017

Endurskoðun vísitölunnar 15. mars 2017 leiddi af sér breytingu hvað varðar hvaða félög teljast gjaldgeng í vísitöluna hverju sinni. Skeljungur (SKEL) og Nýherji (NYHR) teljast bæði gjaldgeng og er vísitalan því samsett úr 16 félögum frá og með 1. apríl 2017. Ekki urðu aðrar breytingar sem áhrif hafa á samsetningu vísitölunnar eða á vægi einstakra bréfa.

Heimild er til breytinga á reglum vísitölunnar samhliða endurskoðun í mars ár hvert. Ákveðið var að halda reglum vísitölunnar óbreyttum að þessu sinni.

Samsetning vísitölu 15.03.2017