Endurskoðun ÍV hlutabréfavísitölu

Regluleg endurskoðun

ÍV hlutabréfavísitalan er endurskoðuð fjórum sinnum á ári. Endurskoðun felur í sér að tekin er afstaða út frá reglum og viðmiðum  um seljanleika hvaða félög teljast gjaldgeng í vísitöluna hverju sinni. Endurskoðun reglna vísitölunnar fer einnig fram einu sinni á ári, samhliða reglulegri endurskoðun í mars.

Breytingar með gildistöku 1. janúar 2018

Við endurskoðun vísitölunnar 15. desember 2017 komu ekki í ljós breytingar á því hvaða félög teljast gjaldgeng í vísitöluna og hún verður því samsett úr 16 félögum. Ekki urðu breytingar á umfangi viðskiptavakta félaga. Uppbygging vísitölunnar er því óbreytt.

Nánari upplýsingar um samsetningu ÍV Hlutabréfavísitölu