Endurskoðun ÍV hlutabréfavísitölu

– ARION inn en SYN út

Regluleg endurskoðun

ÍV hlutabréfavísitalan er endurskoðuð fjórum sinnum á ári. Endurskoðun felur í sér að tekin er afstaða út frá reglum og viðmiðum um seljanleika hvaða félög teljast gjaldgeng í vísitöluna hverju sinni. Endurskoðun reglna vísitölunnar fer einnig fram einu sinni á ári, samhliða reglulegri endurskoðun í mars.

Breytingar með gildistöku 1. október 2018

Við gildistöku 1.október 2018 mun ARION bætast við í vísitöluna, en SYN detta út. ARION var fyrst gjaldgengur í vísitöluna við endurskoðun, enda hefur nægur tími liðið frá nýskráningu, tíðni viðskipta er ásættanleg og félagið er með skráða samninga um viðskiptavakt. SYN fellur út þar sem ekki eru nægilega tíð viðskipti með bréf félagsins mv. reglur vísitölunnar. Breytingar urðu á umfangi viðskiptavakta ICEAIR

Samsetning vísitölunnar í dag

Hlutabréfavísitala - samsetning 17.09.2018