Endurskoðun ÍV hlutabréfavísitölu

Regluleg endurskoðun

 ÍV Hlutabréfavísitalan er endurskoðuð fjórum sinnum á ári. Endurskoðun felur í sér að tekin er afstaða út frá reglum og viðmiðum  um seljanleika hvaða félög teljast tæk í vísitöluna hverju sinni. Endurskoðun reglna vísitölunnar fer einnig fram einu á ári, samhliða reglulegri endurskoðun í mars.

Breytingar með gildistöku 1. október 2016 – Nýherji fellur út

Reglubundin endurskoðun vísitölunnar (15.09.2016) leiddi af sér að Nýherji fellur út, þar sem félagið stóðst ekki skilyrði um að viðskipti skuli vera með bréf félagsins amk. 70% allra viðskiptadaga undangengna sex mánuði. Með brotthvarfi Nýherja verður breyting á samsetningu vísitölunnar við gildistöku endurskoðunarinnar þann 1. október 2016. 

Vísitalan verður eftir það samsett úr 14 félögum. Að öðru leyti leiddi endurskoðun ekki af sér breytingar.

Samsetning vísitölu 15.09.2016

 

 Við reglulega endurskoðun er ekki tekin afstaða til hlutfallslegrar vigtar einstakra bréfa. Næsta endurskoðun fer fram 15. desember 2016 mv. gildistöku 1. janúar 2017.

 Sjá nánar um ÍV Hlutabréfavísitölu