Regluleg endurskoðun ÍV Hlutabréfavísitölu: SYN bætist við m.v. 1. janúar 2019

Regluleg endurskoðun

ÍV hlutabréfavísitalan er endurskoðuð fjórum sinnum á ári. Endurskoðun felur í sér að tekin er afstaða út frá reglum og viðmiðum um seljanleika hvaða félög teljast gjaldgeng í vísitöluna hverju sinni. Endurskoðun reglna vísitölunnar fer einnig fram einu sinni á ári, samhliða reglulegri endurskoðun í mars.

Breytingar á samsetningu vísitölunnar m.v. gildistöku 1. janúar 2019 – SYN bætist við.

Engin félög voru skráð eða afskráð á markað. Öll félög á aðalmarkaði stóðust reglu um að viðskipti hafi orðið a.m.k 70% viðskiptadaga undangenginna sex mánaða. Þ.a.l bætist SYN við þau félög sem teljast tæk í vísitöluna og mun bætast við mv. gildistöku 1.janúar 2019. Ekki urðu breytingar á umfangi viðskiptavakta.

Samsetning vísitölunnar í dag

 Hlutabréfavísitala - samsetning 15.12.2018