Ragnar Benediktsson tekur við þremur sjóðum í rekstri ÍV sjóða

Ragnar Benediktsson hefur tekið við sjóðstjórastöðu ÍV Stokks, ÍV Erlends hlutabréfasafns og ÍV Alþjóðlegs hlutabréfasjóðs. Ragnar er sérfræðingur ÍV sjóða hf. í greiningu, samvali hlutabréfa og starfsemi innlendra og erlendra hlutabréfamarkaða.

ÍV Stokkur og ÍV Erlent hlutabréfasafn eru sjóðir sem fjárfesta beint í innlendum eða erlendum hlutabréfum henta þeim fjárfestum sem leita eftir virkri stöðutöku á markaði í samræmi við greiningar og mat á efnahagsstærðum og markaðsaðstæðum hverju sinni. ÍV Alþjóðlegur hlutbréfasjóður byggir á dreifingu eigna á milli landssvæða, milli þróaðra og nýmarkaðsríkja, milli atvinnugreina og milli stærðar fyrirtækja skv. vel skilgreindri fjárfestingaráætlun.