Samstarf hins opinbera og einkaaðila við innviðafjárfestingar

Á haustráðstefnu Íslenskra verðbréfa, sem haldin var í september sl., fór Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir frá Deloitte yfir kosti samstarfs opinberra aðila og einkaaðila við innviðafjárfestingar. Slíkt samstarf er þekkt á Norðurlöndunum og getur t.d. hentað í gatnagerð, framkvæmdir við jarðgögn og brýr, flugvelli, íþróttamannvirki o.fl.

Í kynningunni kom m.a. fram að til að góður árangur náist sé vandað skipulag verkefna lykilatriði. Einnig þurfi að gæta þess að áhættu af verkefnum sé dreift milli aðila með eðlilegum hætti.

Hægt er að horfa á mjög áhugaverða kynningu Lovísu í heild sinni hér að neðan.