Þrír nýir starfsmenn til Íslenskra verðbréfa

Þau Harpa Samúelsdóttir, Jón Eggert Hallsson og Ottó Biering Ottósson hafa gengið til liðs við Íslensk verðbréf.

Harpa tók nýlega við starfi forstöðumanns lögfræðisviðs og er regluvörður félagsins. Hún útskrifaðist með ML-gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2011 og öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómstólum árið 2012. Harpa starfaði áður hjá LOGOS lögmannsþjónustu frá 2010-2018.

Jón Eggert Hallson er forstöðumaður eignastýringar. Hann útskrifaðist með B.Sc. í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2003 og öðlaðist löggildingu í verðbréfamiðlun árið 2006. Jón Eggert hefur starfað á fjármálamarkaði síðan 2005, við verðbréfamiðlun, fyrirtækjaráðgjöf og eignastýringu.

Ottó Biering Ottósson hóf störf að nýju hjá Íslenskum verðbréfum í lok árs 2017. Ottó er með B.Sc próf í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og M.Sc. próf í hagfræði frá Háskóla Íslands. Ottó starfaði við Háskólann á Akureyri árin 2003-2005,  hjá Íslenskum verðbréfum við eignastýringu frá 2006 til 2012 og hjá Samherja og dótturfyrirtækjum 2012-2017.