ÍV Markaðir

Allt frá stofnun Íslenskra verðbréfa hf. árið 1987 hafa ÍV Markaðir verið mikilvægur þáttur í starfsemi félagsins. Íslensk verðbréf hf. hafa verið aðili að Nasdaq OMX á Íslandi frá árinu 1995 og er auðkenni félagsis í viðskiptum ISIVE. 

Sérstaða Íslenskra verðbréfa

Allar fjárfestingar Íslenskra verðbréfa fyrir eigin reikning eru í sjóðum félagsins. Með öðrum orðum keppir félagið ekki við viðskiptavini sína um þau tækifæri sem bjóðast á markaðinum hverju sinni. Með þessu er komið í veg fyrir hugsanlega hagsmunaárekstra milli félagsins annars vegar og viðskiptavina hins vegar.

Miðlun verðbréfa

Starfsfólk ÍV Markaða hafa viðtæka þekkingu og reynslu á verðbréfaviðskiptum og leggja metnað sinn í að veita persónulega ráðgjöf og vandaða þjónustu. ÍV Markaðir kaupa og selja skráð og óskráð verðbréf fyrir hönd viðskiptavina sinna.

Útboð og skráning verðbréfa

Íslensk verðbréf hafa langa reynslu í að aðstoða viðskiptavini sína við fjármögnun með skuldabréfa- og hlutabréfaútgáfum. Meðal þjónustuþátta er greining, verðmat, samskipti og upplýsingagjöf til fjárfesta sem og skráning verðbréfa í kauphöll.