Starfsumsókn - Lögfræðingur

STARFSUMSÓKN - LÖGFRÆÐINGUR Á SKRIFSTOFU FÉLAGSINS Á AKUREYRI.

Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknarfrestur er til og með 22. maí 2020.


Við leitum að metnaðarfullum og úrræðagóðum einstaklingi með mikla aðlögunarhæfni. Reynsla af lögfræðistörfum innan fjármálageirans er æskileg en ekki skilyrði. Um er að ræða tímabundið starf til eins árs og þarf viðkomandi að geta hafið störf eigi síðar en 1. september 2020 eða samkvæmt nánara samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Almenn lögfræðistörf og regluvarsla fyrir samstæðu Íslenskra verðbréfa, þ.m.t. dótturfélagið ÍV sjóði sem og sjóði í rekstri samstæðunnar.
 • Ýmis verkefni sem ábyrgðarmanni er falið samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
 • Verkefni persónuverndarfulltrúa samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
 • Lögfræðileg ráðgjöf og leiðbeiningar til starfsmanna og stjórnar í því skyni að aðstoða fyrirtækið við að uppfylla skyldur sínar samkvæmt lögum.
 • Undirbúningur mála fyrir og úrvinnsla eftir stjórnarfundi og hluthafafundi.
 • Fylgjast með breytingum á lagaumhverfi sem varða starfsemi fyrirtækisins samkvæmt gildandi starfsleyfi þess á hverjum tíma á samstæðugrunni. Vöktun opinberra tilkynninga og dreifibréfa frá eftirlitsaðilum og kynna sér vel þær sem eiga við í starfsemi fyrirtækisins.
 • Margvísleg verkefni í tengslum við miðlun veðskuldabréfa með veði í fasteignum o.fl. Skjalagerð vegna skilmálabreytinga og annarra ákvarðana um breytingar á veðskuldabréfum í eigu veðskuldabréfasjóða ÍV sjóða.
 • Lögfræðileg ráðgjöf við miðlun aflaheimilda.
 • Sinna hlutverki Íslenskra verðbréfa samkvæmt samningum um veðgæslu og umboðsmennsku f.h. skuldabréfaeigenda.
 • Samskipti og samningagerð við erlenda samstarfs- og þjónustuaðila Íslenskra verðbréfa og viðskiptavettvanga erlendis.
 • Tilkynningar og samskipti við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands, verðbréfamiðstöð, kauphöllina, fyrirtækjaskrá RSK og sýslumannsembætti.
 • Ýmis önnur lögfræðileg verkefni í samræmi við verkefni einstakra sviða og rekstur fyrirtækisins hverju sinni á samstæðugrunni.

Nánari upplýsingar veitir Harpa Samúelsdóttir yfirlögfræðingur Íslenskra verðbréfa hf. í síma 460-4700 og á netfanginu harpa@iv.is


Við munum taka umsóknina til skoðunar og vonum að hún leiði af sér gott samstarf. Ákvörðun um hvort að af ráðningu verði úr hópi umsækjenda verður tekin fyrir 31. maí 2020.

Grunnupplýsingar
Velja póstnúmer
Nánar um umsækjanda
T.d LinkedIn, Facebook eða annað
T.d LinkedIn eða Facebook
Viðhengi