Breytingar á regluverki ÍV Eignasafna (I - IV) í rekstri ÍV sjóða hf.

TIL EIGENDA SKÍRTEINA Í ÍV EIGNASÖFNUM I TIL III

 

VERÐBRÉFAMARKAÐIR ÞRÓAST OG SJÓÐIR MEÐ.

Við erum að gera umtalsverðar breytingar á starfsemi verðbréfa- og fjárfestingarsjóða í rekstri ÍV sjóða hf. Breytingarnar eru tilkomnar af margvíslegum ástæðum og snúa að allnokkrum þáttum í starfsemi sjóðanna. Breytingar eru misjafnar og misumfangsmiklar milli sjóða. Einhverjar viljum við sjálf gera til að skýra betur heimildir, skipulag og uppsetningu sjóða þannig að starfsemi þeirra henti breytilegum markaðsaðstæðum og einhverjar þarf að gera til að bregðast við lagabreytingum sem orðið hafa í starfsumhverfi sjóða. Talsvert er lagt upp úr því að samræma regluverk mismunandi sjóða og rækt er lögð við minniháttar tilfæringar á efni og innihaldi. Eftir atvikum gerum við breytingar á fyrirkomulagi kostnaðar, svo sem þóknana og rekstrarkostnaðar og eftir atvikum gerum við breytingar á fjárfestingarstefnum, uppgjörstíma o.s.frv. Einhverjir sjóðir fá nýtt nafn.

Tilkoma nýrra laga nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, með tilheyrandi breytingum á lögum nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, hefur í einhverjum tilfellum áhrif á skipulag og heimildir sjóða sem undir þau falla, með tilheyrandi þörf á breytingum á regluverki hvers einstaks sjóðs.

Nýjar reglur, útboðslýsingar ÍV eignasafna sem taka gildi þann 13. apríl 2021 má finna hér að neðan

YFIRLIT NAFNA- OG STAFSEMISBREYTINGA :

 
Heiti sjóðs til 13.04.21
 
Heiti sjóðs 13.04.21
Eldri lýsing á starfsemi og heimildum
Ný lýsing á starfsemi
Núgildandi regluverk til 13.04.21
Nýtt regluverk eftir 13.04.21

 

ÍV Eignasafn I ÍV EIGNASAFN I Virk stýring - Innlend skuldabréf og skuldabréfasjóðir Virk stýring - Innlend og erlend skuldabréf og skuldabréfasjóðir. Hámark erlendrar fjárfestingar 50% Útboðslýsing og reglur Ný útboðslýsing og reglur
Nýr sjóður ÍV EIGNASAFN II Á ekki við Virk stýring - Innlend og erlend skuldabréf og hlutabréfa. Hámark hlutabréfa 35% og hámark erlendrar fjárfestingar 60% Á ekki við Ný útboðslýsing og reglur
ÍV Eignasafn III ÍV EIGNASAFN III Virk stýring - Innlend og erlend skuldabréf og hlutabréfa - hámark hlutaréfa 50% Virk stýring - Innlend og erlend skuldabréf og hlutabréfa. Hámark hlutabréfa 55% og hámark erlendrar fjárfestingar 75% Útboðslýsing og reglur Ný útboðslýsing og reglur
ÍV Eignasafn IV ÍV EIGNASAFN IV Virk stýring og mikil velta - Innlend og erlend skuldabréf og hlutabréfa. Hámark hlutabréfa 80% og Lágmark erlendrar fjárfestingar 60% Virk stýring  og mikil velta - Innlend og erlend skuldabréf og hlutabréfa. Hámark hlutabréfa 80% og Lágmark erlendrar fjárfestingar 60% Útboðslýsing og reglur Ný útboðslýsing og reglur

INNLAUSNIR OG TENGDAR TILFÆRSLUR YFIR Í AÐRA SJÓÐI ERU ALLTAF GJALDFRJÁLSAR FRAM AÐ GILDISTÖKU BREYTINGA.

Athygli er vakin á því að fram að gildistöku breytinga á regluverki sjóða býðst eigendum hlutdeildarskírteina að innleysa eignarhlutdeild sína í viðkomandi sjóðum sér að kostnaðarlausu og enn fremur að fjárfesta í öðrum sjóðum í rekstri ÍV sjóða hf. sér að kostnaðarlausu fyrir innleysta upphæð. Í slíkum tilfellum þarf að hafa samband við starfsfólk Íslenskra verðbréfa hf. í síma 460-4700 eða á netfangið iv@iv.is.

 

VIÐ GERUM BREYTINGAR Á ÍV EIGNASAFNALÍNUNNI, BREYTUM REGLUVERKI OG STOFNUM NÝJAN SJÓÐ TIL AÐ VEITA VIÐSKIPTVINUM SEM FJÖLBREYTTASTAN AÐGANG AÐ EIGNASÖFNUM VIÐ HÆFI.

Í þessu bréfi viljum við vekja athygli eigenda hlutdeildarskírteina verðbréfasjóðsins ÍV Eignasafns I, verðbréfasjóðsins ÍV Eignasafns II og fjárfestingarsjóðsins ÍV Eignasafns III á breytingum sem verða munu á starfsemi sjóðanna. Breytingar þær sem hér er lýst munu taka gildi þriðjudaginn 13. apríl 2021 og hafa verið samþykktar af stjórn ÍV sjóða hf. og staðfestar af Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands.

Breytingar verða á þóknunum. Umsýsluþóknanir hækka mismikið og við bætist ný heimild til að innheimta árangurstengda þóknun. Uppgjörstímar viðskipta með hlutdeildarskírteini styttast í einhverjum tilfellum og ákvæði reglna sjóðanna um greiðslu kostnaðar eru skýrðar og bættar. Fjárfestingarstefnur sjóðanna breytast og aukin áhersla verður þar lögð á erlend verðbréf. Sérstaklega má taka fram að opnað er á erlend skuldabréf í ÍV Eignasafni I. Leitast er við að einfalda til muna framsetningu fjárfestingarstefna sjóðanna og samræma í gegnum alla eignasafnalínuna.

Sömuleiðis viljum við vekja athygli sömu aðila á því að stofnaður hefur verið nýr fjárfestingarsjóður sem á að fullmóta ÍV Eignasafnalínuna og gefa viðskiptavinum ÍV sjóða, fjárfestum og sparifjáreigendum sem besta möguleika á að finna fjárfestingar- og ávöxtunarkost sem hentar. Sá heitir ÍV Eignasafn II hs. Verðbréfasjóðurinn ÍV eignasafn II mun taka nafnið ÍV eignasafn III í staðinn.

 

  •  

 

EFTIRFARANDI TAFLA GEFUR YFIRSÝN YFIR HEIMILDIR, ÞÓKNANIR OG UPPGJÖRSTÍMA ALLRA SJÓÐA Í ÍV EIGNASAFNALÍNUNNI EINS OG STAÐAN VERÐUR VIÐ GILDISTÖKU ÞEIRRA BREYTINGA SEM HÉR ER FJALLAÐ UM:

 

Fjárfestingarheimildir ÍV Eignasafna I - IV

 

OKKAR MIKILVÆGASTA HLUTVERK ER AÐ ÁVAXTA FJÁRMUNI VIÐSKIPTAVINA OKKAR Á SEM HAGKVÆMASTAN MÁTA.

 

ALMENNT UM ÍV EIGNASAFNALÍNUNA.

Markmið ÍV Eignasafnalínunnar er að veita hlutdeildarskírteinishöfum ávöxtunartækifæri í gegnum safn eigna þar sem áhersla er á eignaflokka- og áhættudreifingu. Dreifing eigna fæst svo sem með fjárfestingu í gegnum aðra sjóði um sameiginlega fjárfestingu og/eða beina fjárfestingu í einstökum verðbréfum, með fjárfestingu í mismunandi eignaflokkum og fjárfestingu á mismunandi eignamörkuðum. Áhersla er lögð á seljanleika og gæði eigna í samhengi við áhættu. Sjóðirnir fjárfesta hvort sem er í innlendum og erlendum eignum.

Sjóðirnir henta einstaklingum, fyrirtækjum og fagfjárfestum sem eru að fjárfesta til langs tíma og leita eftir virkri dreifingu og hreyfingum á milli eignaflokka, eignamarkaða og markaðssvæða. Lögð er áhersla á erlendar fjárfestingar og virkra stýringu.

Sjóðirnir reyna að nýta sér skammtímasveiflur og flökt í verðlagningu eigna og horfa að einhverju leiti til eigna sem sveiflast talsvert í verði. Eignir sjóðanna geta hverju sinni verið að miklum hluta í erlendum myntum og sveiflast virði eignanna með verðhreyfingum mynta, mælt í krónum. Sjóðirnir hafa víðtækar heimildir til stöðutöku og fjárfestingar í mismunandi eignaflokkum og geta á hverjum tíma lagt áherslur á tiltekna eignaflokka umfram aðra. Sjóðirnir fjárfesta að meginstefnu í öðrum sjóðum og nýta sér þá skráða kauphallarsjóði eða aðra sjóði sem lúta sambærilegu regluverki.

Tekið skal fram að mat fjárfesta á áhættu sem fólgin er í að kaupa eignarhlutdeild í tilteknum verðbréfa- eða fjárfestingarsjóði byggir oftast á því að skoða samsetningu eigna sjóðsins og skoða sögulega þróun og sveiflur á verðmæti þeirra eigna sem sjóðirnir fjárfesta og nota þá þætti til að meta mögulega framtíðarávöxtun. Slíkt mat þarf þó ekki að gefa rétta vísbendingu um ávöxtun sjóðsins í framtíðinni. Fjárfesting í fjárfestingarsjóði er almennt talin áhættumeiri en fjárfesting í verðbréfasjóði. Fjárfestar eru í öllum tilfellum hvattir til að kynna sér ítarlega lykilupplýsingar sjóða, útboðslýsingar og reglur og eftir atvikum leita sér óháðrar ráðgjafar.