Umsókn um aðgang að eignasafni

Viðskiptavinum Íslenskra verðbréfa gefst kostur á að stofna vefaðgang að eignasafni sínu í gegnum heimasíðu ÍV.  Aðgangurinn gefur upplýsingar um eignastöðu og viðskipti aftur í tímann og er viðskiptavinum að kostnaðarlausu.

Til að stofna vefaðganginn þarf að fylla út umsókn (pdf) og senda hana til Íslenskra verðbréfa að Strandgötu 3, 600 Akureyri eða Sigtún 42, 105 Reykjavík.  Þegar frumrit umsóknar hefur borist er útbúið notendanafn og lykilorð og það sent til viðskiptavinar í framhaldinu.

Einnig er hægt að sækja um sameiginlegan netaðgang með því að fylla út umsókn þess eðlis (pdf).  Hana þarf sömuleiðis að senda til Íslenskra verðbréfa sem í framhaldinu virkjar aðgang.