TFII

TFII er framtakssjóður stofnaður af Íslenskum verðbréfum.  Lokað var fyrir áskrift á fyrsta sölutímibili á öðrum ársfjórðungi 2017 og eru hluthafar 18 talsins. Stærð sjóðsins við fyrstu lokun er um 3 milljarðar, en verður 5 milljarðar króna þegar öllum áskriftarloforðum hefur verið safnað.  Fjárfestingatímabil er þrjú ár frá fyrstu lokun og verður leitast við að selja allar eignir innan fimm ára frá lokun fjárfestingatímabils.

TFII mun fjárfesta í óskráðum félögum óháð atvinnugreinum, allt frá vaxtarfyrirtækjum að rótgrónum.  Áhersla verður lögð á meðalstór fyrirtæki með góða rekstrarsögu og framtiðarmöguleika.  Meðal annars verður horft til fyrirtækja sem hafa starfsemi á landsbyggðunum.  Fjárfestingaákvarðanir sjóðsins eru teknar af þriggja manna óháðri fagstjórn, að undangengnu mati hagsmunaráðs.  

Til að hafa samband við TFII er hægt að senda tölvupóst á tf2@iv.is.

Fréttir