Veðskuldabréfasjóður ÍV - VÍV I

Fasteignafjármögnun

Veðskuldabréfasjóður ÍV er fagfjárfestasjóður, skv. lögum nr. 128/2011, um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. Sjóðurinn er einungis opin fagfjárfestum og veitir því ekki viðtöku fjár frá almenningi.

Markmið Veðskuldabréfasjóðs ÍV er að ávaxta fé sitt með sem bestum hætti skv. fjárfestingarstefnu. Sjóðurinn fjárfestir í löngum verðtryggðum skuldabréfum útgefnum af lögaðilum sem tryggð eru með veði í tekjuberandi fasteignum (atvinnu- og íbúðarhúsnæði skráðu hjá FMR). Heimilt er að fjárfesta í lánssamningum tryggðum með tryggingarbréfi í fasteign þegar opinber aðili er eigandi fasteignar eða leigjandi hennar á langtímasamningi.

Sjóðurinn fjármagnar fjárfestingar með útgáfu hlutdeildarskírteina, sbr. 2. mgr. 1. gr., og með útgáfu skuldabréfaflokksins VIV 14 1 sem skráður er á Nasdaq OMX Iceland.

Rekstrarfélag sjóðsins er ÍV sjóðir hf., kt. 491001-2080 Félagið er fjármálafyrirtæki sem hefur starfsleyfi til reksturs verðbréfasjóða og annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu samkvæmt lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Félagið er til heimilis og hefur aðstöðu hjá Íslenskum verðbréfum hf., að Hvannavöllum 14, 600 Akureyri.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Veðskuldabréfasjóðs ÍV