Veðskuldabréfasjóður ÍV - VÍV II

VIV II

Fasteignafjármögnun

Veðskuldabréfasjóður ÍV – VIV II hs. er sérhæfður sjóður skv. lögum nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Sjóðurinn fjárfestir í löngum verðtryggðum skuldabréfum útgefnum af lögaðilum sem tryggð eru með veði í atvinnufasteignum eða ibúðasöfnum. Fjárfestingartímabil sjóðsins hófst 2.maí 2019 og lýkur í síðasta lagi 2. júlí 2023. Sjóðurinn fjármagnar fjárfestingar sínar með útgáfu hlutdeildarskírteina til fagfjárfesta. Eigendur eru margir af stærstu lífeyrissjóðum landsins.

Rekstrarfélag sjóðsins er ÍV sjóðir hf., kt. 491001-2080. Félagið er starfleyfisskyldur rekstraraðili sérhæfðra sjóða skv. lögum nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Félagið er dótturfélag Íslenskra verðbréfa sem einnig er vörsluaðili sjoðsins. Félagið er með starfsstöð að Hlíðasmára 6, Kópavogi.