ÍV Ríkisskuldabréfasjóður er traustur kostur fyrir þá sem vilja spara til lengri tíma. Sjóðurinn hentar bæði einstaklingum, fyrirtækjum og fagfjárfestum en þar sem gengi hans getur sveiflast töluvert er mælst til þess að fjárfestingar í sjóðnum séu til 2ja ára eða lengur.
Einungis er fjárfest í markaðsverðbréfum með ríkisábyrgð og er meðallíftími fjárfestinga sjóðsins á bilinu 6-12 ár. Stýring sjóðsins tekur að töluverðu leyti mið af verðbólguhorfum og því getur verðtryggingarhlutfall hans verið breytilegt frá mánuði til mánaðar.
Eign | Auðkenni | Eignaflokkur | Vægi |
---|
Fjárfestingarstefna | Stefna | Eign |
---|---|---|
Ríkistryggð verðbréf | 100% | 97% |
Reiðufé | 3% |
Verðbreyting tímabila | Frá áramótum | 3 mán | 6 mán | 12 mán |
---|---|---|---|---|
ÍV Ríkisskuldabréfasjóður | 3,3% | 0,5% | 0,8% | 6,4% |
Verðbreyting ára | 2023 | 2022 | 2021 | 2020 | 2019 |
---|---|---|---|---|---|
ÍV Ríkisskuldabréfasjóður | 2,7% | -6,9% | 2,0% | 5,3% | 9,9% |
Stærð (m.kr.) | 2.405,1 |
Sjóðstjóri | Halldór Andersen og Þorsteinn Ágúst Jónsson |
Stofnár | 2002 |
Umsýsluþóknun á ári | 1% |
Árangursþóknun | Á ekki við |
Árangursviðmið | Á ekki við |
Rekstraraðili | ÍV sjóðir hf |
Vörsluaðili | Íslensk verðbréf hf |
Lágmarkskaup | 5.000 |
Þóknun við kaup | 0,5% |
Þóknun við sölu | 0% |
Afgreiðslutími | 10:00 til 14:00 |
Uppgjörstími | 2 viðskiptadagar (T+2) |
Áskriftarmöguleikar | Já |
Gengi sjóðs 11.09.2024 | 4.8390 |
Meðallíftími (ár) | 6,99 |
Verðtr.hlutfall | 68,10% |
Íslensk verðbréf er helsti söluaðili verðbréfa- og fjárfestingarsjóða sem reknir eru af ÍV sjóðum hf. ÍV sjóðir hf. er dótturfélag Íslenskra verðbréfa.
Fjárfesting í sjóðunum fer fram í gegnum Verðbréfavef ÍV eða með því að hafa samband á iv@iv.is. Hægt er að spara reglulega með því að gerast áskrifandi að sjóðnum í gegnum Verðbréfavef ÍV
2: iv@iv.is |
3: 460-4700 |
Hagnaður af innlausn eignarhlutdeildar sjóðsins er skattskyldur á Íslandi. Skattskyldur hagnaðar ákvarðast samkvæmt lögum um tekju- og eignarskatt nr. 90/2003 og myndar eignarhlutdeild í sjóðnum stofn til greiðslu eignarskatts. Vörslufyrirtæki sjóðsins, Íslensk verðbréf hf., sér um að standa skil á fjármagnstekjuskatti samkvæmt 3. gr. laga nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, en hann leggst á þegar eignarhlutdeild í sjóðnum er seld með hagnaði e ða þegar tekjur eru greiddar af eignarhlutdeild. Söluhagnaður ber 22% fjármagnstekjuskatt.
ÍV Ríkisskuldabréfasjóður er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 116/2021 um verðbréfasjóði. ÍV sjóðir hf. er rekstrarfélag sjóðsins.
Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta, svo sem hætta á að ekki verði um neina ávöxtun að ræða eða að höfuðstóll tapist. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um árangur í framtíð. Vakin er athygli á að ávöxtun getur aukist eða minnkað vegna gengisflökts.
Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér vel lykilupplýsingar, útboðslýsingar og reglur sjóðsins auk annarra þeirra upplýsinga sem fram koma á tilteknum vefsvæði hans. Sérstaklega er bent á umfjöllun um áhættuþætti sem fram koma í útboðslýsingum. Eftir atvikum er fjárfestum ráðlagt að afla sér ráðgjafar óháðs aðila.
Upplýsingar þær sem hér koma fram eru einungis veittar í upplýsingaskyni og þær ber ekki að skoða sem tilboð á einn eða annan hátt og ekki skal líta á efnið sem ráðgjöf um kaup, sölu eða aðra ráðstöfun tiltekinna fjármálagerninga.