Sjóðir í slitaferli

Í kjölfar falls íslenskra banka og margra fjármálafyrirtækja haustið 2008 hafa tveir sjóðir Íslenskra verðbréfa hafið slitaferli.  Ferlið kemur til þar sem undirliggjandi eignir sjóðsins eru óseljanlegar.  Um er að ræða sjóðina Peningamarkaðssjóður ÍV og Skuldabréfasjóður ÍV.

Þessu til viðbótar hefur ÍV sjóðir hf. umsjón með slitaferli tveggja sjóða sem áður voru starfræktir af Rekstrarfélagi SPRON hf.  Um er að ræða sjóðina Stuttur skuldabréfasjóður og Langur skuldabréfasjóður.

Á þessari síðu birtum við fréttir um ofangreinda sjóði.  Hafir þú spurningar er þér velkomið að hafa samband við Íslensk verðbréf í síma 460 4700.  Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið iv@iv.is.

Jafnframt bendum við á að hægt er að skrá sig á póstlista til að fá tilkynningu þegar nýjar fréttir um valda sjóði birtast á heimasíðu Íslenskra verðbréfa.

Hvað þýðir að sjóður sé í slitaferli?

Sjóður fer í slitaferli í samráði við Fjármálaeftirlitið þegar ljóst er að eignir hans eru óseljanlegar.  Þetta á við um marga sjóði sem fjárfestu í skuldabréfum íslenskra fyrirtækja fyrir hrunið haustið 2008.

Sjóður í slitaferli greiðir sjóðfélögum út í samræmi við hlutfallslega eign þeirra eftir því sem eignir sjóðsins innheimtast eða eru seldar. Þegar engar eignir eru eftir í viðkomandi sjóði er honum slitið.

Lokað er fyrir kaup og sölu hlutdeildarskírteina sjóða sem eru í slitaferli.

Stuttur skuldabréfasjóður (áður hjá Rekstrarfélagi SPRON hf.)

21. maí 2014

Þann 20. maí fór fram lokagreiðsla til sjóðfélaga Stutts skuldabréfasjóðs. Búið var að selja allar eignir sjóðsins og nam greiðsla til sjóðfélaga tæpum 24 m.kr. Frá því að sjóðurinn var settur í slitaferli hafa tæpar 1.651 m.kr. verið greiddar til sjóðfélaga eða sem nemur 53,7% af virði sjóðsins eins og það var þegar lokað var fyrir kaup og innlausnir í október 2008. Þar sem engar eignir eru eftir í sjóðnum verður honum slitið.

Greiðslur úr Stuttum skuldabréfasjóði hafa verið sem hér segir:

 • 10. febrúar 2009 voru greidd út 20,70% af eignum sjóðsins eins og þær voru metnar á þeim tíma.
 • 24. júní 2009 voru greidd út 14,64% af eignum sjóðsins eins og þær voru metnar á þeim tíma.
 • 17. september 2009 voru greidd út 5,11% af eignum sjóðsins eins og þær voru metnar á þeim tíma.
 • 19. mars 2010 voru greidd út 9,64% af eignum sjóðsins eins og þær voru metnar á þeim tíma.
 • 03. desember 2010 voru greidd út 28% af eignum sjóðsins eins og þær voru metnar á þeim tíma.
 • 28. febrúar 2011 voru greidd út 5,7% af eignum sjóðsins eins og þær voru metnar á þeim tíma.
 • 4. október 2011 voru greidd út 11,3% af eignum sjóðsins eins og þær voru metnar á þeim tíma.
 • 15. maí 2012 voru greidd út 47,9% af eignum sjóðsins eins og þær voru metnar á þeim tíma.
 • 24. september 2012 voru greidd út 23,8% af eignum sjóðsins eins og þær voru metnar á þeim tíma.
 • 11. desember 2012 voru greidd út 48,1% af eignum sjóðsins eins og þær voru metnar á þeim tíma.
 • 26. júní 2013 voru greidd út 88,0% af eignum sjóðsins eins og þær voru metnar á þeim tíma.
 • 20. maí 2014 - lokagreiðsla til sjóðfélaga.

Langur skuldabréfasjóður (áður hjá Rekstrarfélagi SPRON hf.)

21. maí 2014

Þann 20. maí fór fram lokagreiðsla til sjóðfélaga Langs skuldabréfasjóðs. Búið var að selja allar eignir sjóðsins og nam greiðsla til sjóðfélaga tæpum 27 m.kr. Frá því að sjóðurinn var settur í slitaferli hafa tæpar 1.402 m.kr. verið greiddar til sjóðfélaga eða sem nemur 71,0% af virði sjóðsins eins og það var þegar lokað var fyrir kaup og innlausnir í október 2008. Þar sem engar eignir eru eftir í sjóðnum verður honum slitið. 

Greiðslur úr Löngum skuldabréfasjóði hafa verið sem hér segir:

 • 24. júní 2009 voru greidd út 24,89% af eignum sjóðsins eins og þær voru metnar á þeim tíma.
 • 17. september 2009 voru greidd út 12,61% af eignum sjóðsins eins og þær voru metnar á þeim tíma.
 • 18. mars 2010 voru greidd út 7,45% af eignum sjóðsins eins og þær voru metnar á þeim tíma.
 • 02. desember 2010 voru greidd út 25% af eignum sjóðsins eins og þær voru metnar á þeim tíma.
 • 24. febrúar 2011 voru greidd út 9,0% af eignum sjóðsins eins og þær voru metnar á þeim tíma.
 • 03. október 2011 voru greidd út 7,4% af eignum sjóðsins eins og þær voru metnar á þeim tíma.
 • 15. maí 2012 voru greidd út 53,3% af eignum sjóðsins eins og þær voru metnar á þeim tíma.
 • 21. september 2012 voru greidd út 15,9% af eignum sjóðsins eins og þær voru metnar á þeim tíma.
 • 25. júní 2013 voru greidd út 98% af eignum sjóðsins eins og þær voru metnar á þeim tíma.
 • 20. maí 2014 - lokagreiðsla til sjóðfélaga.

Peningamarkaðssjóður ÍV

23. mars 2016

Dagana 21. til 23. mars fóru fram lokagreiðslur til sjóðfélaga Peningamarkaðssjóðs ÍV. Búið var að selja allar eignir sjóðsins og námu greiðslur til sjóðfélaga tæpum 34 m.kr. Frá því að sjóðurinn var settur í slitaferli hefur tæp 1.897 m.kr. verið greidd til sjóðfélaga eða sem nemur 31,2% af virði sjóðsins eins og það var þegar lokað var fyrir kaup- og innlausnir í október 2008. Þar sem engar eignir eru eftir í sjóðnum verður honum slitið.

Greiðslur úr Peningamarkaðssjóði ÍV hafa verið sem hér segir:

 • 12. júní 2009 voru greidd út 6,31% af eignum sjóðsins eins og þær voru metnar á þeim tíma.
 • 18. nóvember 2009 voru greidd út 14,59% af eignum sjóðsins eins og þær voru metnar á þeim tíma.
 • 11. júní 2010 voru greidd út 5,60% af eignum sjóðsins eins og þær voru metnar á þeim tíma.
 • 07. desember 2010 voru greidd út 20% af eignum sjóðsins eins og þær voru metnar á þeim tíma.
 • 10. maí 2011 voru greidd út 20,4% af eignum sjóðsins eins og þær voru metnar á þeim tíma.
 • 30. september 2011 voru greidd út 25,6% af eignum sjóðsins eins og þær voru metnar á þeim tíma.
 • 14. maí 2012 voru greidd út 53% af eignum sjóðsins eins og þær voru metnar á þeim tíma.
 • 24. september 2012 voru greidd út 22,5% af eignum sjóðsins eins og þær voru metnar á þeim tíma.
 • 22. desember voru greiddar út 58% af eftirstandandi eignum sjóðsins eins og þær stóðu í lok nóvember.
 • 23. mars 2016 – lokagreiðsla til sjóðfélaga

Skuldabréfasjóður ÍV

23. mars 2016                                                  

Dagana 21. til 23. mars fóru fram lokagreiðslur til sjóðfélaga Skuldabréfasjóðs ÍV. Búið var að selja allar eignir sjóðsins og námu greiðslur til sjóðfélaga tæpum 66 m.kr. Frá því að sjóðurinn var settur í slitaferli hefur tæp 2.181 m.kr. verið greidd til sjóðfélaga eða sem nemur 76,1% af virði sjóðsins eins og það var þegar lokað var fyrir kaup- og innlausnir í október 2008. Þar sem engar eignir eru eftir í sjóðnum verður honum slitið.

Greiðslur úr Skuldabréfasjóði ÍV hafa verið sem hér segir:

 • 12. janúar 2009 voru greidd út 13,06% af eignum sjóðsins eins og þær voru metnar á þeim tíma.
 • 5. júní 2009 voru greidd út 11,97% af eignum sjóðsins eins og þær voru metnar á þeim tíma.
 • 17. september 2009 voru greidd út 15,27% af eignum sjóðsins eins og þær voru metnar á þeim tíma.
 • 17. nóvember 2009 voru greidd út 17,25% af eignum sjóðsins eins og þær voru metnar á þeim tíma.
 • 15. september 2010 voru greidd út 5,60% af eignum sjóðsins eins og þær voru metnar á þeim tíma.
 • 9. desember 2010 voru greidd út 12% af eignum sjóðsins eins og þær voru metnar á þeim tíma.
 • 22. febrúar 2011 voru greidd út 20,5% af eignum sjóðsins eins og þær voru metnar á þeim tíma.
 • 24. ágúst 2011 voru greidd út 25,5% af eignum sjóðsins eins og þær voru metnar á þeim tíma.
 • 27. júní 2013 voru greiddar út 41% af eignum sjóðsins eins og þær voru metnar á þeim tíma.
 • 23. júni 2014 voru greiddar út 165 m.kr. eða sem nemur um 85% af eftirstandandi eignum sjóðsins.
 • 23. mars 2016 – lokagreiðsla til sjóðfélaga