Um Íslensk verðbréf

Íslensk verðbréf voru stofnuð árið 1987. Hlutverk félagsins er að aðstoða fagfjárfesta, stéttarfélög, sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga við að ná hámarksávöxtun á fé sitt að teknu tilliti til áhættu.  Það gerir félagið með ráðgjöf, miðlun, eignastýringu, sérhæfðum fjárfestingum og vönduðu framboði sjóða. Félagið er með um 120 milljarða kr. í virkri stýringu fyrir viðskiptavini sína.

Íslensk verðbréf eru að Hvannavöllum 14, Akureyri og Hlíðarsmára 6, Kópavogi.  Afgreiðslutími: 9.00-16.00 virka daga

Mannauður

Íslensk verðbréf hafa yfir að ráða 20 sérfræðingum með mikla starfsreynslu á fjármálamarkaði auk víðtækrar menntunar. Áhersla er lögð á gott starfsumhverfi og stuðla þannig að ánægju starfsmanna félagsins og um leið viðskiptavina þess. 

Hér er að finna nánari upplýsingar um starfsfólk Íslenskra verðbréfa

Eignarhald

Hluthafar Íslenskra verðbréfa hf. eru 24 talsins og eru 12 hluthafar sem eiga umfram 1% hlut. Þeir eru:

Björg Capital ehf. 1.) 50,00%
Brú Lífeyrissjóður starfs sveit 4,99%
Kaldbakur ehf. 2.) 4,99%
Kjálkanes ehf. 4.) 4,99%
KEA svf. 4,99%
Lífeyrissjóður starfsm Akureyrb 4,99%
Saffron Holding ehf. 3.) 4,99%
Stapi lífeyrissjóður 4,99%
Festa - lífeyrissjóður 3,75%
Birta lífeyrissjóður 2,50%
Lífeyrissjóður Vestmannaeyja 2,50%
Lífsverk lífeyrissjóður 1,61%


1) í eigu Þorbjörgar Stefánsdóttur 2) Í eigu Samherja hf., 3) Í eigu Sigurðar Arngrímssonar 4) Ingi Jóhann Guðmundsson og Anna Guðmundsdóttir fara með samtals 44% hlut

Stjórn félagsins samþykkti á fundi sínum 30. mars 2020 stjórnháttaryfirlýsingu sem hægt er að finna hér (pdf).