Um Íslensk verðbréf

Íslensk verðbréf voru stofnuð árið 1987. Hlutverk félagsins er að aðstoða fagfjárfesta, stéttarfélög, sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga við að ná hámarksávöxtun á fé sitt að teknu tilliti til áhættu.  Það gerir félagið með ráðgjöf, miðlun, eignastýringu, sérhæfðum fjárfestingum og vönduðu framboði sjóða. Félagið er með um 125 milljarða kr. í virkri stýringu fyrir viðskiptavini sína.

Íslensk verðbréf eru að Strandgötu 3 á Akureyri og Suðurlandsbraut 14 í Reykjavík.  Afgreiðslutími: 9.00-16.00 virka daga

Mannauður

Íslensk verðbréf hafa yfir að ráða rúmlega 20 sérfræðingum með yfir 15 ára starfsreynslu á fjármálamarkaði að meðaltali auk víðtækrar menntunar. Áhersla er lögð á gott starfsumhverfi og stuðla þannig að ánægju starfsmanna félagsins og um leið viðskiptavina þess. 

Hér er að finna nánari upplýsingar um starfsfólk Íslenskra verðbréfa

Eignarhald

Hluthafar Íslenskra verðbréfa hf. eru 25 talsins og eru 21  hluthafar sem eiga 1% hlut eða stærri.  Þeir eru:

Stapi lífeyrissjóður 9,99%
Brú lífeyrissjóður 9,99%
Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar                   9,99%
Kaldbakur ehf.   1) 9,99%
KEA svf. 9,99%
Maritimus Investors ehf.   2) 9,99%
Festa lífeyrissjóður 7,50%
Lífeyrissjóður Vestmannaeyja 5%
Birta lífeyrissjóður 5%
Kjálkanes ehf.   3) 5%
Salvus ehf.   4) 4%
Lífsverk 3,21%
Höldur ehf.   5) 1,50%
Atrium Holding ehf.   6) 1%
Jasnik ehf. 7) 1%
Björn Snær Guðbrandsson 1%
Urðir fasteignafélag ehf.   8) 1%
Kaupfélag Skagfirðinga 1%
Kælismiðjan Frost ehf. 1%
North Holding ehf.   9) 1%
Sveinn Torfi Pálsson 1%

1)) Í eigu Samherja hf., 2) Í eigu Sigurðar Arngrímssonar og Bjarna Brynjólfssonar, 3) Ingi Jóhann Guðmundsson og Anna Guðmundsdóttir fara með samtals 44% hlut, 4) Í eigu Sigþórs Jónssonar, 5) Í eigu Steingríms Birgissonar, Berþórs Karlssonar og Baldvins Birgissonar, 6)  Í eigu Gísla Vals Guðjónssonar, 7) Í eigu Höskuldar Tryggvasonar, 8) Í eigu Hlyns Jónssonar og Páls Sigurþórs Jónssonar, 9) Í eigu Sigríðar Bjarnadóttur

Stjórn félagsins samþykkti á fundi sínum 3. mars 2016 stjórnháttaryfirlýsingu sem hægt er að finna hér (pdf).