Hlutverk og gildi

Hlutverk

Íslensk verðbréf er verðbréfafyrirtæki sem veitir sérhæfða og sérsniðna þjónustu á sviði eignastýringar, markaðsviðskipta, sérhæfðar fjárfestinga og sjóðastýringar.  Hlutverk okkar er að aðstoða fagfjárfesta, stéttarfélög, sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga við að fá hámarksávöxtun á fé sitt að teknu tilliti til áhættu.

Gildi

 

Frumkvæði

Við erum vakandi og móttækileg fyrir tækifærum og nýjum lausnum og leggjum áherslu á skapandi hugsun. Við framkvæmum hlutina en bíðum ekki eftir því að aðrir framkvæmi þá fyrir okkur. Við tileinkum okkur einkunnarorðin "hvað get ég gert til hagsbóta fyrir viðskiptavini og fyrirtækið".

Framúrskarandi þjónusta 

Störf okkar miða að því að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og leitum ávallt leiða til að fara fram úr væntingum viðskiptavina. Okkur er umhugað um viðskiptavini og komum fram við þá af heiðarleika og virðingu. Við erum þekkingarfyrirtæki og tileinkum okkur þekkingu og hæfni í samskiptum og þjónustu við viðskiptavini.

Góður árangur

Við erum sannfærð um að góður árangur er forsenda vaxtar og velgengni. Við setjum okkur skýr markmið, mörkum leiðir til þess að ná markmiðum okkar og metum árangur út frá þessu tvennu. Við tökumst á við áskoranir með það staðfastlega í huga að ná góðum árangri.

Traust

Við einsetjum okkur að koma fram af heiðarleika, virðingu og ábyrgð. Þannig byggjum við upp langtímasamband við viðskiptavini og hvert annað, samband sem byggir á gagnkvæmu trausti. Áunnið traust er takmark okkar.

Liðsheild

Við erum samheldinn hópur ólíkra einstaklinga sem mynda sterka liðsheild. Samskipti okkar byggja á gagnkvæmri virðingu, samvinnu og alúð. Við styðjum hvert annað, við hvetjum og hrósum hvert öðru. Saman tökum við ákvarðanir sem þjóna hagsmunum viðskiptavina og fyrirtækisins.